Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Síða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Síða 10
leitað að skýringum dómenda á því (3), hugað að samsvarandi ákvæðum í réttarfarslögum hinna Norðurlandanna (4), síðan fjallað nánar um inntak 37. gr. laga nr. 74, 1974 og æskilegar breytingar á ákvæðinu (5) og loks vikið nokkrum orðum í víðara samhengi að aðfinnslum dómenda sem beinast að fulltrúum framkvæmdavaldsins og framkvæmd starfa þeirra (6). 2. DÓMATILVITNANIR í nokkrum dómum Hæstaréttar Islands hafa verið mismunandi orðaðar athugasemdir' eða aðfinnslur2 vegna þess að vottar hafa ekki verið viðstaddir yfirheyrslur hjá Iögreglu svo sem fram kemur í eftirfarandi þremur sýnishornum úr Hæstaréttardómum: (1) „Það athugast, sbr. 37. gr. laga nr. 7411974, að vottur varekki viðstaddur, er rannsóknarlögreglumaður tók skýrslu í máli þessu, utan einu sinni. “ (2) „Aðfinnsluvert er að við yfirheyrslur yfir ákærða hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna nokkurra þeirra brota, sem til umfjöllunar eru í máli þessu, hafa ekki verið viðstaddir vottar, sbr. 37. gr. laga nr. 7411974 um meðferð opinberra mála. “ (3) „Samkvœmt skýrslum rannsóknarlögreglu var vottur ekki viðstaddur yfirheyrslur eða upplestur á skýrslum ákœrðu heldur vottaði einungis undirritun þeirra. Erþetta ekki ísamræmi við 37. gr. laga nr. 74!1974 um meðferð opinberra mála.“ Geta má í þessu sambandi, að rannsóknarlögreglumenn verða þess iðulega áskynj a í málsrannsóknum, að ýmsir rita nöfn sín sem vottar á skj öl og í bækur án þess að þeir hafi verið vottar að því sem um er að tefla, t.d. vottar að nafnritun útgefanda að veðskuldabréfi og jafnvel vottar að þinghaldi dómara. Hjá rannsóknarlögreglunni er hins vegar lögð áhersla á, að glögglega komi fram í áritun rannsóknarlögreglumanna, ef fleiri en einn árita yfirheyrsluskýrslu, hvert hlutverk þeirra eða þáttur var. Rannsóknarlögreglumaður, sem eingöngu er viðstaddur, þegar sakborningur les yfir og undirritar skýrslu sína, tekur þess vegna fram að hann hafi verið viðstaddur, þegar það gerðist. í dómi sakadóms Reykjavíkur dags. 26. október 1990 í málinu nr. 577/1990 eru aðfinnslur orðaðar með þessum hætti: (4) „Sá háttur við skýrslutökur sem lýst erað ofan er andstæður 37. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem lagt er fyrir lögreglu að hafa hið fæsta einn greinargóðan og trúverðugan vott við yfirheyrslu sé þess kostur. Gera verður þá kröfu til Rannsóknarlögreglu ríkisins, að þessari lagaskyldu sé sinnt og lögreglu- skýrslur við rannsókn jafn alvarlegs sakarefnis og hér um ræðir séu teknar á lögformlega réttan hátt. Ber að átelja vinnubrögð lögreglu er lýst er að ofan. “ 1 Hrd. 1966 87, 1980 705 og 30. janúar 1992 í máli nr. 247/1991. 2 Hrd. 1980 1745 og 30. janúar 1991 í máli nr. 233/1990. 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.