Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 12
4. REGLUR HINNA NORÐURLANDANNA Danmörk Engin ákvæði eru um votta við lögregluyfirheyrslur í dönsku réttarfarslögun- um.5 Finnland Samkvæmt finnskum réttarfarslögum6 skal einn trúverðugur og óvilhallur vottur vera við yfirheyrslu, ef sá sem yfirheyrður er óskar þess. Ennfremur getur lögreglan kallað til vott þótt sá sem yfirheyrður er óski þess ekki og hún getur yfirheyrt án þess að hafa vott þrátt fyrir ósk yfirheyrða um vott, ef bið eftir honum er talin geta valdið sakarspjöllum. Loks skal þess getið að grunaðan, yngri en 18 ára, má ekki yfirheyra án þess að vottur sé viðstaddur. Noregur Engin ákvæði eru um votta við lögregluyfirheyrslur í norsku réttarfarslögun- um.7 Svíþjóð I sænsku réttarfarslögunum6 er svipað ákvæði um votta og er í 37. gr. laga nr. 74, 1974. í sérstakri reglugerð9 sem geymir reglur um frumrannsóknina er kveðið á um hver eða hverjir skuli eða geti verið vottar eða „förhörsvittne“. Fremstir eru þar nefndir til „medborgarvittne“; vottar samkvæmt sérstökum lögum,10 sem valdir eru af viðkomandi sveitarstjórn og hafa það megin viðfangs- efni fyrir hönd borgaranna að fylgjast með störfum lögreglunnar innan viðkom- andi umdæmis. Náist ekki til borgaravotta má kveðja til óvilhallan starfsmann lögreglu eða ákæruvalds og sé yfirheyrsluvottur alls ekki tiltækur má yfirheyrsla fara fram allt að einu, ef frestun yfirheyrslu horfir til óhagræðis eða óþæginda. Hjá Svíum fer framkvæmdin ekki nákvæmlega eftir lagastafnum og hefur „medborgarvittne“ þannig ekki fest rætur í kerfinu. Megin reglan mun vera sú að sá sem yfirheyrður er ræður því í aðalatriðum hvort vottur er að yfirheyrslu frá hans hlið, þ.e. sá sem yfirheyrður er getur nánast komið með vott með sér og iögreglan getur jafnframt kvatt til sinn vott eða sína votta. Samkvæmt því sem hér var sagt má annars vegar nefna Danmörku og Noreg í sömu andrá enda gilda þar sömu reglur - engin ákvæði um votta - og hins vegar 5 Lov om rettens pleje nr. 567, 1. september 1986. 6 Förundersökningslag nr. 449 30. apríl 1987, 30. gr. 7 Straffeprosessloven nr. 25, 22. maí 1981 meö breytingum nr. 71, 14. júní 1985, sbr. einnig Pitaleinstruksen, kongelig resolusjon dags. 28. júní 1985. " Rattegángsbalk 18. júlí 1942 með síðari breytingum, RB 23:10 (10. gr. 23. kafla). v Förundersökningskungörelse (1947:948), 7. gr. 10 Lag om medborgarvittnen (1981:324). 6

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.