Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 12
4. REGLUR HINNA NORÐURLANDANNA Danmörk Engin ákvæði eru um votta við lögregluyfirheyrslur í dönsku réttarfarslögun- um.5 Finnland Samkvæmt finnskum réttarfarslögum6 skal einn trúverðugur og óvilhallur vottur vera við yfirheyrslu, ef sá sem yfirheyrður er óskar þess. Ennfremur getur lögreglan kallað til vott þótt sá sem yfirheyrður er óski þess ekki og hún getur yfirheyrt án þess að hafa vott þrátt fyrir ósk yfirheyrða um vott, ef bið eftir honum er talin geta valdið sakarspjöllum. Loks skal þess getið að grunaðan, yngri en 18 ára, má ekki yfirheyra án þess að vottur sé viðstaddur. Noregur Engin ákvæði eru um votta við lögregluyfirheyrslur í norsku réttarfarslögun- um.7 Svíþjóð I sænsku réttarfarslögunum6 er svipað ákvæði um votta og er í 37. gr. laga nr. 74, 1974. í sérstakri reglugerð9 sem geymir reglur um frumrannsóknina er kveðið á um hver eða hverjir skuli eða geti verið vottar eða „förhörsvittne“. Fremstir eru þar nefndir til „medborgarvittne“; vottar samkvæmt sérstökum lögum,10 sem valdir eru af viðkomandi sveitarstjórn og hafa það megin viðfangs- efni fyrir hönd borgaranna að fylgjast með störfum lögreglunnar innan viðkom- andi umdæmis. Náist ekki til borgaravotta má kveðja til óvilhallan starfsmann lögreglu eða ákæruvalds og sé yfirheyrsluvottur alls ekki tiltækur má yfirheyrsla fara fram allt að einu, ef frestun yfirheyrslu horfir til óhagræðis eða óþæginda. Hjá Svíum fer framkvæmdin ekki nákvæmlega eftir lagastafnum og hefur „medborgarvittne“ þannig ekki fest rætur í kerfinu. Megin reglan mun vera sú að sá sem yfirheyrður er ræður því í aðalatriðum hvort vottur er að yfirheyrslu frá hans hlið, þ.e. sá sem yfirheyrður er getur nánast komið með vott með sér og iögreglan getur jafnframt kvatt til sinn vott eða sína votta. Samkvæmt því sem hér var sagt má annars vegar nefna Danmörku og Noreg í sömu andrá enda gilda þar sömu reglur - engin ákvæði um votta - og hins vegar 5 Lov om rettens pleje nr. 567, 1. september 1986. 6 Förundersökningslag nr. 449 30. apríl 1987, 30. gr. 7 Straffeprosessloven nr. 25, 22. maí 1981 meö breytingum nr. 71, 14. júní 1985, sbr. einnig Pitaleinstruksen, kongelig resolusjon dags. 28. júní 1985. " Rattegángsbalk 18. júlí 1942 með síðari breytingum, RB 23:10 (10. gr. 23. kafla). v Förundersökningskungörelse (1947:948), 7. gr. 10 Lag om medborgarvittnen (1981:324). 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.