Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 18
„Nú þykir hæstarétti að vísu vera gallar á verki héraðsdómara, sækjanda, verjanda og annarra, en ekki slíkir sem sektum eigi að varða, og getur dómurinn þá talið gallana og vítt viðkomendur fyrir þá, eftir því sem honum þykir ástæða til.“ Samsvarandi ákvæði er nú í 188. gr. laga nr. 74, 1974 og 162. gr. laga nr. 19, 1991. Orðið „annarra“ í lagagreininni getur tæpast átt við aðra en þá sem eru þjónar réttarins, þ.e. starfsmenn réttarins eða aðstoðarmenn málflytjenda í réttinum. Kemur ákvæðið því varla til álita sem heimild fyrir aðfinnslum og ávítum réttarins á hendur starfsmönnum framkvæmdavaldsins frekar en önnur ákvæði refsiréttarfarslaganna. Sé dóminum rétt, þrátt fyrir það sem hér var sagt, að víta aðila, einstakling eða stofnun, eða finna beinlínis að verkum hans án þess að það tengist úrlausnum sem grundvalla niðurstöðu í máli, vaknar spurning um hvernig staðið skuli að vítum eða aðfinnslum. Gefst aðilanum sem verður fyrir vítum eða aðfinnslum tækifæri til andsvara? Mér er ekki kunnugt um að svo sé. Eftir 1. júlí 1977, er frumrannsókn mála færðist nánast að fullu og öllu úr höndum dómara til lögreglu, fóru sumir héraðsdómarar (sakadómarar) að skrifa í dóma sína aðfinnslur og ávítur sem þeir beindu að lögreglunni vegna málsrannsókna. Á sínum tíma voru dómararnir húsbændur lögreglumanna eða rannsóknarlögreglumanna og stýrðu rannsóknum þeirra, en því hlutverki þeirra er nú lokið og víst er að refsiréttarfarslögin fela héraðsdómurum hvergi agavald yfir lögreglunni. Yfirstandandi dómaskipunar- og réttarfarsbreytingar eiga að staðfesta þrí- greiningu ríkisvaldsins í raun og í umræðu um breytingarnar hefur verið lögð áhersla á að einangra beri hlutverk dómstóla við meðferð dómsvalds, hlutverk löggjafans við löggjafarstarf, um leið og hvers konar opinber sýsla, sem ekki fellur undir dómgæslu eða lagasetningu, þ.m.t. vald til að halda uppi lögum og allsherjarreglu, verði í verkahring framkvæmdavaldsins. Lögregluliðum er stýrt af lögreglustjórum og lögreglustjórar þ.m.t. rannsókn- arlögreglustjóri ríkisins lúta yfirstjórn dómsmálaráðherra. Yfirstjórn rannsókna opinberra mála og eftirlit með rannsóknum er hins vegar í höndum ríkissaksókn- ara samkvæmt 21. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála. Lögreglu- stjórar mega því búast við faglegum áminningum eða aðfinnslum frá ríkissak- sóknara en agavaldið er hjá dómsmálaráðherra. í þessu sambandi má ekki gleymast að Umboðsmaður Alþingis hefur eftirlit með stjórnsýslunni í landinu í umboði Alþingis, þ.m. lögreglu og ákæruvaldi, og gætir þess að stjórnsýslustörf fari fram í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti. Dómarar sem aðrir ættu að geta vakið athygli umboðsmanns Alþingis á sérhverju sem þeir telja aflaga fara í stjórnsýslustörfum. Ég lýk þessum skrifum um aðfinnslur dómenda sent beinast að störfum 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.