Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Side 28
ins. Er í slíkum tilvikum augljóst samspil annars vegar milli reglna um kröfuhafaskipti og hins vegar reglna um skuldaraskipti/ Verður að báðum þessum tilvikum hugað hér á eftir, þótt aðaláherslan verði lögð á skuldaraskipti í tvíhliða og gagnkvæmu skuldarsambandi. 1.2 Kröfuhafaskipti eru almennt heimil án samþvkkis skuldara í kröfurétti gildir sú meginregla, að kröfuhafaskipti geta átt sér stað án samþykkis skuldara og með hverjum þeim hætti, sem leitt getur til aðilaskipta að eignarréttindum, svo sem fyrir afsalsgerninga, erfðir, aðfarargerðir skuld- heimtumanna og svokallaða ,,subrogation“.'' Með hinu síðastnefnda er átt við það, þegar þriðji maðurgreiðir kröfuhafa skuld til fullnaðar oggengur inn í þann rétt, sem kröfuhafi áður átti á hendur skuldara. Um hið síðastnefnda tilvik sjá til athugunar Hrd. 1987 693. Meginregla þessi um frjáls kröfuhafaskipti helgast af því viðhorfi, að skuldara megi almennt séð standa á sama um það, hver kröfuhafi hans er. Ýmis þýðingarmikil frávik eru frá þeirri meginreglu, að kröfuhafaskipti geti orðið að kröfu. Eru margvíslegar skorður settar við kröfuhafaskiptum í settum lögum, með sérstökum samningsákvæðum og á grundvelli réttarreglna, sem byggja á eðli vissra kröfuréttinda. Þannig má nefna, sem áður er fram komið, að rett sinn samkvæmt gagnkvæmum samningi getur hvor aðili um sig að jafnaði framselt, án samþykkis kröfuhafa. En ekki leysir það hann að neinu leyti undan skyldum hans samkvæmt samningnum."’ 1.3 Skuldaraskipti eru almennt óheimil án samþykkis kröfuhafa Um skuldaraskipti gildir andstæð meginregla við þá, sem að framan var nefnd um kröfuhafaskipti. Þar er meginreglan sú, að skuldari getur almennt ekki án samþykkis kröfuhafa sett annan skuldara í sinn stað með samningi. Slík regla hefur lengi gilt samkvæmt íslenskum rétti. í 23. kapítula Kaupabálks Jónsbókar, sem enn er að hluta til tekinn upp í íslenska lagasafnið, er svofellt ákvæði um skuldskeytingar og umboð: 8 Sjá t.d. Bernhard Gomard, sama rit, bls. 244 og Henry Ussing, sama rit, bls. 232. f þessu sambandi má benda á, aö 12. kafli ÍST 30 (íslenskur staðall. Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir, 3. útgáfa 1988) ber kaflafyrirsögnina: „Skuldskeyting - undirverktakar". t>ar segir í grein 12.0.1., að verktaka sé óheimilt án samþykkis verkkaupa að láta annan aðila ganga inn í tilboð sitt eða taka við skyldum samkvæmt verksamningnum í sinn stað að nokkru leyti eða öllu leyti (skuldskeyting). f grein 12.2. ræðir um verkkaupa í þessu sambandi, og segir þar, að verkkaupi geti eigi leyst sig frá skyldum sínum samkvæmt samningi með því að láta annan aðila taka við þcim. '' Ólafur Lárusson, sama rit, bls. 42; Carl Jacob Arnholnt, sama rit, bls. 69-71; Henry Ussing, sama rit, bls. 210 og Bernhard Gomard, sama rit, bls. 226. 111 Ólafur Lárusson, sama rit, bls. 42 - 43. í þessu sambandi má og benda á ákvæði 48. gr. laga nr. 90/ 1989 um aðför, þar sem mælt er fyrir um skilyrði þess, að heimilt sé að gera fjárnám í réttindum gerðarþola samkvæmt gagnkvæmum samningum. 22

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.