Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 34

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 34
unnar þótti verða, hvað sem öðru liði, að túlka þannig, að upphaflegur leigutaki hefði talið sig skuldbundinn til þess að standa leigusala skil á greiðslu lóðarleig- unnar, og var hann því dæmdur til greiðslu vangreiddra leigugjalda. Eins kann aðdragandi samningsgerðar og efni afnotaréttar að vera þess eðlis, að afnotahafi geti ekki losnað undan skyldum sínum við þann, er hann hefur fengið afnotin frá, þótt honum sé í sjálfu sér heimilt að franrselja afnotarétt sinn. Má um hið síðastnefnda tilvik benda á Hrd. 1948 170. Þar var afnotahafa veiðiréttinda talið heimilt samkvæmt aðdraganda samnings um veiðiréttinn og efni hans að framselja rétt sinn samkvæmt samningnum, en tekið var fram, að hann bæri gagnvart landeigendum ábyrgð á efndum samningsins, svo sem leigugreiðslum og því, að veiðin væri hóflega nýtt. Annað dæmi um fyrirfram gefið samþykki kröfuhafa er það, þegar stofnað er til veðréttar í fasteign með samningi og persónuleg krafa fylgir veðréttinum. Er þá stundum svo um samið milli lánardrottins (veðhafa) og upphaflegs skuldara (veðþola), þegar við stofnun veðréttarins, að annar skuldari megi taka við hinni persónulegu skuldarábyrgð, t.d. við sölu hinnar veðsettu eignar, án þess að sérstakt samþykki kröfuhafa komi til. Að öðrum kosti heldur veðhafi persónu- legri kröfu sinni á hendur upphaflegum skuldara (seljandanum), nema hann leysi seljandann úr ábyrgð hans eftir eigendaskiptin.34 2.3 Kröfuhafi samþykkir skuldaraskipti eftir á Skuldskeytingu getur borið að með mismunandi hætti. Þótt slík tilvik séu án efa fátíð, er hugsanlegt, að þriðji maður, sem við skuldbindingu vill taka, snúi sér til kröfuhafa og semji við hann um yfirtöku skuldarinnar, án þess að hafa samráð um það við upphaflegan skuldara. í slíkum tilvikum fer það eftir túlkun samnings, hvort um er að ræða þriðjamannsloforð til hagsbóta fyrir hinn upphaflega skuldara. En jafnvel þótt talið yrði, að um þriðjamannsloforð sé að ræða, er hæpið að ætla, að endanleg skuldskeyting geti orðið í þessu tilviki, fyrr en upphaflegur skuldari hefur verið leystur undan skyldum sínum gagnvart kröfuhafa með þeim hætti, að við því verði ekki hreyft, hvorki af þriðja manni né kröfuhafa sjálfum.25 Hafi t.d. yfirlýsing þriðja manns verið skilyrt, þá er ekki um fullnaða skuldskeytingu að ræða, fyrr en skilyrðið er fallið niður. Um þýðingu þriðjamannslöggerninga í þessu sambandi vísast að öðru leyti til kafla 6 hér á eftir. Þegar skuldskeytingu er komið á með samningi kröfuhafans og hins nýja skuldara, hefur það líkurnar með sér, að samningur þeirra feli í sér, a) að skyldu hins fyrri skuldara sé lokið og upphaflega skuldarsambandinu þar með lokið, og 24 Ólafur Lárusson, Fyrirlestrar um veðréttindi, 3. útg. Reykjavík ,1956, bls. 56. 25 Henry Ussing. sama rit, bls. 284. 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.