Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 42
Árið 1980 gengu í gildi ný veðlög í Noregi. Var þá eldri reglu hafnað og lögfest ný regla, sem byggir á sömu meginsjónarmiðum og danska reglan, þótt norsku veðlögin geri ráð fyrir því, að skuldskeytinguna beri að með öðrum hætti en í Danmörku. Sjá grein 2 - 7 í lögum nr. 2frá8. febrúar 1980. Inntak gildandi reglu í Noregi er það, að seljandi fasteignar verði því aðeins laus undan skuldbinding- um sínum gagnvart kröfuhafa, að hann greiði kröfuhafa sjálfur, eða semji við hann um skuldskeytinguna. Munur eldri og yngri réttar í Noregi birtist þess vegna í því, að það er samþykki kröfuhafans, sem skapar réttaráhrifin sam- kvæmt gildandi rétti, en samkvæmt eldra rétti var það viljayfirlýsing kaupandans til seljanda, sem skapaði kröfuhafa rétt til þess að krefja kaupandann persónu- lega um greiðslu skuldarinnar.44 6.3 Danskur réttur í Danmörku hafa fræðimenn verið sammála um, að samningur af því tagi, sem hér um ræðir, skapi ekki rétt fyrir þriðja mann (kröfuhafa) þ.e. að í slíkum samningum felist ekki loforð í þágu þriðja manns. Meginreglan þar í landi er því sú, að kröfuhafi geti ekki á grundvelli samnings seljanda og kaupanda öðlast beinan rétt á hendur kaupandanum. Kemur meginreglan fram í 2. mgr. 39. gr. dönsku þinglýsingalaganna.45 Frá meginreglunni eru þó undantekningar, sem fram koma í 1. mgr. 39. gr. þinglýsingalaganna, en þar segir, að taki kaupandi fasteignar (framsalshafi) í samningi við selj anda (framselj anda) yfir veðskuld í eign, og sé ákvæði þess efnis í bréfinu, að skuldin gjaldfalli ekki, þrátt fyrir eigendaskipti að veðandlaginu, sé kaupandinn, þegar hann hefur fengið þinglýst afsali, skuldbundinn í stað seljandans og hinn síðarnefndi laus undan skuldbindingum sínum gagnvart veðhafa. Þó getur veðhafi krafið seljandann um allar greiðslur samkvæmt veðskuldabréfinu, meðan veðhafinn hefur ekki móttekið tilkynningu um yfir- tökuna og þinglýsingu afsals til kaupanda ásamt nauðsynlegum gögnum því til sönnunar. Seljandi getur krafist þess, að veðhafinn áriti veðskuldabréfið um skuldaraskiptin. í 2. mgr. 39. gr. kemur fram, að í öðrum tilvikum en þeim, sem greinir í 1. mgr. 39. gr., öðlist skuldayfirtaka fyrst gildi gagnvart veðhafa, að gerður sé um það efni samningur milli veðhafa og kaupandans. Slíkum samningi verður komið á með áritun á skuldabréfið. Þau rök, sem danskir fræðimenn færa fram fyrir dönsku reglunni, tengjast m.a. hugleiðingum um það, hvað þurfi til þess að ljúka fyrra skuldarsamband- 44 Um samanburð á eldri ogyngri norskum réttisjá t.d. Carl Bernhard Kjelstrup, Liten Panterett, 2. útg. 1987, bls. 139 - 140. 45 Sjá t.d. W.E. von Eyben, Panterettigheder, 8. útgáfa 1987, bls. 208; Bernhard Gomard, sama rit, bls. 310; Henry Ussing, sama rit, bls. 285 o.áfr. 36

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.