Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 42

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 42
Árið 1980 gengu í gildi ný veðlög í Noregi. Var þá eldri reglu hafnað og lögfest ný regla, sem byggir á sömu meginsjónarmiðum og danska reglan, þótt norsku veðlögin geri ráð fyrir því, að skuldskeytinguna beri að með öðrum hætti en í Danmörku. Sjá grein 2 - 7 í lögum nr. 2frá8. febrúar 1980. Inntak gildandi reglu í Noregi er það, að seljandi fasteignar verði því aðeins laus undan skuldbinding- um sínum gagnvart kröfuhafa, að hann greiði kröfuhafa sjálfur, eða semji við hann um skuldskeytinguna. Munur eldri og yngri réttar í Noregi birtist þess vegna í því, að það er samþykki kröfuhafans, sem skapar réttaráhrifin sam- kvæmt gildandi rétti, en samkvæmt eldra rétti var það viljayfirlýsing kaupandans til seljanda, sem skapaði kröfuhafa rétt til þess að krefja kaupandann persónu- lega um greiðslu skuldarinnar.44 6.3 Danskur réttur í Danmörku hafa fræðimenn verið sammála um, að samningur af því tagi, sem hér um ræðir, skapi ekki rétt fyrir þriðja mann (kröfuhafa) þ.e. að í slíkum samningum felist ekki loforð í þágu þriðja manns. Meginreglan þar í landi er því sú, að kröfuhafi geti ekki á grundvelli samnings seljanda og kaupanda öðlast beinan rétt á hendur kaupandanum. Kemur meginreglan fram í 2. mgr. 39. gr. dönsku þinglýsingalaganna.45 Frá meginreglunni eru þó undantekningar, sem fram koma í 1. mgr. 39. gr. þinglýsingalaganna, en þar segir, að taki kaupandi fasteignar (framsalshafi) í samningi við selj anda (framselj anda) yfir veðskuld í eign, og sé ákvæði þess efnis í bréfinu, að skuldin gjaldfalli ekki, þrátt fyrir eigendaskipti að veðandlaginu, sé kaupandinn, þegar hann hefur fengið þinglýst afsali, skuldbundinn í stað seljandans og hinn síðarnefndi laus undan skuldbindingum sínum gagnvart veðhafa. Þó getur veðhafi krafið seljandann um allar greiðslur samkvæmt veðskuldabréfinu, meðan veðhafinn hefur ekki móttekið tilkynningu um yfir- tökuna og þinglýsingu afsals til kaupanda ásamt nauðsynlegum gögnum því til sönnunar. Seljandi getur krafist þess, að veðhafinn áriti veðskuldabréfið um skuldaraskiptin. í 2. mgr. 39. gr. kemur fram, að í öðrum tilvikum en þeim, sem greinir í 1. mgr. 39. gr., öðlist skuldayfirtaka fyrst gildi gagnvart veðhafa, að gerður sé um það efni samningur milli veðhafa og kaupandans. Slíkum samningi verður komið á með áritun á skuldabréfið. Þau rök, sem danskir fræðimenn færa fram fyrir dönsku reglunni, tengjast m.a. hugleiðingum um það, hvað þurfi til þess að ljúka fyrra skuldarsamband- 44 Um samanburð á eldri ogyngri norskum réttisjá t.d. Carl Bernhard Kjelstrup, Liten Panterett, 2. útg. 1987, bls. 139 - 140. 45 Sjá t.d. W.E. von Eyben, Panterettigheder, 8. útgáfa 1987, bls. 208; Bernhard Gomard, sama rit, bls. 310; Henry Ussing, sama rit, bls. 285 o.áfr. 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.