Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Síða 45
6.6.1 Um loforð í þágu þriðja manns
Venjulegast er það svo, að loforð skapar einungis rétt fyrir loforðsmóttak-
anda á hendur loforðsgjafa. Þegar um þriðjamannsloforð er að ræða, stofnast,
eins og nafnið bendir til, réttur til handa þriðja manni á hendur loforðsgjafa.
Samkvæmt eldri norskum rétti gilti sú regla, eins og áður er fram komið, að
loforð kaupanda fasteignar (loforðsgjafa) til seljanda eignarinnar (loforðsmót-
takanda) veitti þriðja manni (kröfuhafa) beinan rétt til þess að krefja kaupand-
ann persónulega um greiðslu skuldarinnar.
6.6.2 Lagaákvæði um sjóði og lánastofnanir
Á því álitaefni, sem hér um ræðir, hefur í nokkrum tilvikum verið tekið í
sérlagaákvæðum, er gilda um ákveðnar lánastofnanir og sjóði. Það einkennir
efni flestra þessara lagaákvæða, að lánveitanda, sem veitt hefur lán gegn veði í
þar tilgreindum veðandlögum, er heimilt að heimta lánið endurgreitt að fullu
eða að hluta, ef eigendaskipti verða að veðandlaginu:
a) Lög nr. 60/1928, um heimild fyrir veðdeild Landsbanka íslands til að gefa út
nýja flokka (seríur) bankavaxtabréfa
I 11. gr. laganna segir, að heimilt sé veðdeildinni við hver eigendaskipti að
heimta lánið borgað aftur að öllu eða nokkru leyti. í 12. gr. segir, að vilji nýr
kaupandi taka að sér greiðslu á láni úr þessum flokkum, skuli hann leita
samþvkkis Landsbankastjórnar um það. Samþykki hún, að hinn nýi kaupandi
taki lánið að sér, skal hann innan sex mánaða frá kaupdegi sanna eignarrétt sinn
fyrir bankastjórninni og taka lánið að sér. Sambærileg ákvæði eru í lögum nr.
122/1935, lögum nr. 94/1941 og lögum nr. 34/1979 um sama efni.
Reglur laga nr. 73/1965, um heimild fyrir veðdeild Landsbanka íslands til að
gefa út nýja flokka bankavaxtabréfa, eru hins vegar með öðrum hætti. í 2. mgr.
11. gr. segir, að verði eigendaskipti að fasteign, sem veðsett er veðdeildinni,
skuli kaupandi þegar um leið og kaupin gerast. tilkynna veðdeildinni eigenda-
skiptin, og skal hann sanna eignarrétt sinn með veðbókarvottorði. Er slík
lánsyfirtaka ekki stimpilskyld. í 12. gr. eru talin ýmiss atvik, sem valda því, að
bankastjórn er heimilt að að telja eftirstöðvar lánsins komnar í gjalddaga undir
eins og án uppsagnar, og meðal þeirra atvika er það, að nýr kaupandi vanrækir
að taka lánið að sér.
b) Lög nr. 48/1966, um Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja
I 10. gr. er ákvæði þess efnis, að heimilt er að heimta lán endurgreitt að
nokkru eða fullu, ef eigendaskipti verða að eign, sem veðsett er stofnlánadeild-
inni.
39