Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 51

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 51
Ef Vendor h.f. hafði orðið skuldari samkvæmt umræddu skuldabréfi vegna ákvæða í kaupsamningnum við Glerísetningar h.f., gat komið til álita, að Glerísetningar h.f. ættu val um það, hvort þeir rækju málið sem almennt skuldamál, eða eins og þeir gerðu, þ.e. samkvæmt XVII. kafla eml., og átt það þá jafnframt íhendi sér, hvaða varnir kæmust aðí þvímáli. Fresturhefði þvíekki verið veittur gegn andmælum Glerísetninga h.f., ef Vendor h.f. varð talinn skuldari samkvæmt bréfinu, en eins og atvikum málsins var háttað, var því aðeinshægt að telja Vendorh.f. skuldara umrædds veðskuldabréfs, að skuldara- skipti hefðu átt sér stað við kaupsamning Vendors h.f. og Glerísetninga h.f., sem að framan er lýst. Að mínu áliti erfyrri skýringarkosturinn líklegri, þ.e. að í niðurstöðu dómsins sé hvorki með beinum né óbeinum hætti tekin afstaða til þess, hvort samningur seljanda og kaupanda sín í milli geti skapað beinan rétt fyrir kröfuhafa. Felst þá í dóminum það eitt, að endurkröfumál upphaflegs skuldara samkvæmt skulda- bréfi um innlausnarfjárhæð á hendur þeim, er gagnvart honum tók við greiðslu skuldar, verði ekki rekið eftir XVII. kafla eml. Samkvæmt þessum skýringar- kosti nýtur upphaflegur skuldari ekki, þegar svo hagar til sem í máli þessu, réttarfarshagræðis XVII. kafla eml. í endurkröfumáli um innlausnarfjárhæðina á hendur aðila, sem tekið hefur að sér að greiða skuldina, en stendur ekki við þá samningsskuldbindingu. Fessum skýringarkosti til stuðnings má t.d. benda á, að endurkröfumál af því tagi, sem hér um ræðir, fellur ekki beint undir orðalag 3. tl. 207. gr. eml., sbr. hins vegar a. lið 1. tl. 207. gr. („... eða til að koma fram endurgreiðslukröfum eftir víxilrétti ...“).55 Pá ber að hafa í huga, að svo sem mál þetta horfði við, varðaði það fyrst og fremst réttarfarsatriði en ekki efnisatriði, og hægt var að komast að niðurstöðu um réttarfarsatriðið án þess að grípa til almennra skuldskeytingarreglna. Enn er til þess að líta, að málið varðaði ekki réttarsam- band kröfuhafa og nýja skuldarans (kaupandans), heldur innbyrðis samband seljanda (upphaflegs skuldara) og kaupanda. Með hliðsjón af þessu verður að fara varlega í að draga of víðtækar ályktanir af dóminum. 6.6.3.3 Dómur Hæstaréttar í Hrd. 1983 691 Næst skal getið Hrd. 1983 691. í stuttu máli voru atvik málsins þau, að eigandi fasteignar gaf út skuldabréf til handhafa, sem tryggt var með veði í fasteigninni. Eftir þetta urðu tvívegis eigendaskipti að fasteigninni, og í kaupsamningunum voru ákvæði þess efnis, að kaupendur tækju að sér greiðslur hinnar áhvílandi 55 Sjá í þessu sambandi Einar Arnórsson, Afbrigðileg meðferð einkamála, Reykjavík 1942,11- 12. Einar telur, að framsalshafi skuldabréfs njóti að vísu réttarfarshagræðis samkvæmt XVII. kafla eml., en ekki verður séð, að hann telji upphaflegan skuldara njóta slíks hagræðis í endurkröfumáli um innlausnarfjárhæðina í máli eins og því, sem til umfjöllunar var í Hrd. 1981 1040. 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.