Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 58

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 58
kröfuhafa.63 Hins vegar er hæpið, að áhættan af því, að kröfuhafar vilji ekki taka kaupandann gildan sem skuldara í stað seljanda, verði alfarið lögð á framsals- hafann. Sjá til athugunar Hrd. 1938 399. í þeim dómi var hafnað þeirri niðurstöðu héraðsdóms, að það væri forsenda fyrir því að skylda seljanda fasteignar með dómi til þess að gefa út afsal, að fyrir lægi yfirlýsing veðhafa um það, að þeir hefðu samþykkt kaupandann sem skuldara og leyst seljandann úr ábyrgð fyrir veðskuldunum.64 Þegar kaupandi tekur að sér í kaupsamningi greiðslu áhvílandi skuldbinding- ar, verður að telja, að á kaupandanum hvíli sönnunarbyrðin fyrir því, að greiðsluloforð hans hafi verið skilyrðum eða takmörkunum bundið, sbr. Hrd. 1922 294.65 8. NÝR SKULDARI VERÐUR MEÐSKULDARI Þegar rætt er um skuldskeytingu, er venjulega átt við það, að nýr skuldari komi í stað upphaflegs skuldara og upphaflegur skuldari sé þá jafnframt laus undan skuldbindingu sinni. Hitt er til, að nýr skuldari komi inn í skuldarsam- bandið við hlið upphaflegs skuldara og sé solidariskt ábyrgur með honum gagnvart kröfuhafa.66 Þegar nýr skuldari kemur við hlið upphaflegs skuldara sem samskuldari, getur það ýmist orðið með samningi hins nýja skuldara og upphaflegs skuldara eða samningi nýja skuldarans og kröfuhafans. Álitamál er, hvort kröfuhafi öðlist rétt á hendur nýja skuldaranum, ef samþykki kröfuhafa hefur ekki verið leitað í upphafi. Það, sem mælir með því, að kröfuhafi öðlist beinan rétt á hendur hinum nýja skuldara, er sú staðreynd, að staða hans er með engu móti gerð verri eða henni stefnt í tvísýnu við þessa ráðstöfun. 6’ Bernhard Gomard. sama rit. bls. 312. 64 f Hrd. 1938399sagöi m.a., aö ekki yrði með nokkru móti talið, að tilætlun kaupsamningsaðila geti hafa verið sú, að kaupandinn bæri alla þessa áhættu, enda væri það alvanalegt, að afsöl væru gefin út áður en lánardrottnar með veðtryggingu í seldri fasteign tækju kaupanda gildan og leystu seljanda. Samkvæmt þessu nægði, að kaupandi staðfesti yfirlýsingu sína í kaupsamningi þar um, annað hvort fyrir fógetarétti eða um leið og hann fengi afsal, ef seljandi gæfi það út án atbeina fógetaréttar. Sagði í dómsorði, að fógeta bæri f.h. seljanda að gefa út afsal til kaupanda fyrireigninni gegn 1) yfirlýsingu kaupanda um það. að hann taki að sér greiðslu áhvílandi veðskulda og 2) útgáfu skuldabréfs með veði í umræddri eign. 65 f Hrd. 1922 294 var talið, að kaupandi, sem tók að sér greiðslu áhvílandi veðskuldar, hefði sönnunarbyrðina fyrir því, að greiðsluloforð hans hefði verið því skilyrði bundið, að kaupandinn bæri ekki ábyrgð á greiðslu skuldarinnar umfram það, er veðið hrykki til, eftir að það var komið úr eigu hans. 66 Henry Ussing, sama rit, bls. 293. 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.