Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 10
1.3 Álit Hæstaréttar í dómi Hæstaréttar frá 8. desember 1989 (HRD 1989 1648) í máli, sem höfðað var gegn hæstaréttardómara, segir svo: Fallast verður á það með gagnáfrýjanda, að heimilt hafi verið að víkja aðaiáfrýjanda úr embætti um stundarsakir, án þess að sú ákvörðum væri áður borin undir dómstóla. Það er í samræmi við ákvæði 3. mgr. 35. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 4. gr. laga nr. 54/1988, hefur og stoð í 3. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar og verður eigi talið brjóta gegn embættishelgi hæstaréttardómara samkvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar, sem ætlað er að tryggja, að dómurum, sem eigi gegna jafnframt umboðsstörfum, verði aldrei á grundvelli ákvæða í almennum lögum vikið endanlega úr embætti án undangengins dóms. A það er að líta við mat á þessu álitaefni, að ýmis vandkvæði hlytu óhjákvæmi- lega að fylgja því, að hæstaréttardómari sæti við svo búið í embætti, meðan beðið væri dóms í máli hans. 1.4 Textaskýringar Ákvæði íslenskra stjórnarskráa eiga rót sína að rekja til dönsku stjórnarskrár- innar frá 5. júní 1849. I 22. gr. hennar sagði: Kongen kan afskedige de af ham ansatte Embedsmænd. í íslensku stjórnarskránni varð þetta ákvæði þannig: Konungur getur vikið þeim frá embætti, sem hann hefur veitt það. (2. mgr. 4. gr. stjskr. 1874), sbr. nú 3. mgr. 20. gr. stjskr. 1944: Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það. Þetta almenna ákvæði takmarkast af sérákvæðinu um dómara, en það hljóðaði þannig í stjórnarskránni frá 1849, 78. gr.: í Forfatningslov for Islands særlige Anliggender af 5. Januar 1874, § 44, er kveðið svo á að Dommere ... kunne ikke afsættes uden ved Dom, ej heller forflyttes ... Lúðvík Ingvarsson, frv. prófessor, hefur tekið til ítarlegrar fræðilegrar rannsóknar hvort dómara verði vikið úr embætti um stundarsakir með yfirvalds- boði.7 Hann kemst m.a. svo að orði: Þegar stjórnarskráin handa íslandi frá 5. janúar 1874 var þýdd á íslensku, var sögnin afsœtte í 44. gr. rangt þýdd ... 7 Áfengiskaup handhafa forsetavalds. Egilsstöðum 1990. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.