Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 60
sú, að þeir hafa litið á það sem hlutverk sitt að verja Hæstarétt fyrir gagnrýni, sumir jafnvel með svipuðum hætti og Þór Vilhjálmsson, að þeim sem gagnrýna sé af formlegum ástæðum óheimilt að tjá sig. Ég fór að upplifa það í hverju málinu á fætur öðru, að mér þótti efnisleg úrlausn dómsins vera fjarri því að uppfylla eðlilegar lögfræðilegar kröfur. M.a. átti þetta við mál, sem ég hafði flutt við réttinn og vörðuðu túlkun á mannrétt- indaákvæðum stjórnarskrárinnar. Mér fannst þetta vera stórmál. Það væri ekki einkamál dómaranna við Hæstarétt, hvernig þeir iðkuðu dómsstörf sín. Ein- faldasta leiðin fyrir mig að fara var sú, sem næstum því allir fara. Að þegja þunnu hljóði. Opinber gagnrýni gæti haft ýmsar hættur í för með sér fyrir mig sem málflutningsmann. Ég rak auðvitað áfram önnur mál við réttinn. Og ef það var rétt sem mér fannst, að ólögfræðileg sjónarmið réðu stundum dómsniðurstöð- um, þá blasti við hættan á að óvild í minn garð vegna gagnrýni minnar myndi koma niður á skjólstæðingum mínum í öðrum málum. Svo var mér auðvitað líka ljóst, að gagnrýni á dóminn myndi missa marks, nema tíunduð væru raunveruleg dæmi um það sem ég var að tala um. Ég hafði nóg af dæmum, en þau voru eðlilega flest af málum, sem ég hafði flutt sjálfur. Ég vissi vel að gagnrýni studd við slík dæmi myndi mæta þeim viðhorfum, að þetta væri ekkert að marka. Þægilega svarið við gagnrýninni yrði á þá leið, að maðurinn væri bara að tala um mál, sem hann hefði tapað. Þar með væri málið útrætt. Engu fleiru þyrfti til að svara. Þrátt fyrir að mér væri allt þetta ljóst fyrirfram, ákvað ég að gera eitthvað í málinu. Ég ákvað að allt sem ég segði skyldi verða varðað traustum röksemdum. Síðan skyldi ég reyna að láta aðra, sem að málunum komu njóta fulls sannmælis. Bókina gerði ég þannig úr garði, að hún væri við hæfi almennings en ekki einskorðuð við lögfræðinga. Eftir að hún kom út haustið 1987, hefur svo sem allt gengið eftir á þann veg sem ég taldi. M.a. hefur ekki komið fram nein marktæk gagnrýni eða málefnalegt andóf við efni hennar. Mér er vel kunnugt um að flestir (ekki þó allir) kennararnir við Háskólann forðast að minnast á efni hennar við kennslu í deildinni. Það sýnir svo sem ekki annað en að þeir halda sumir áfram að gegna því hlutverki, sem ég áður lýsti, í stað þess að reyna að halda uppi merki sjálfstæðrar akademískrar hugsunar, þar sem hugmyndir eru látnar takast á. Þrátt fyrir þetta hef ég trú á því að þetta framtak mitt hafi haft og muni hafa sín áhrif til góðs fyrir íslenskt réttarkerfi. a.m.k. er ljóst að þögnin þunnu hljóði hefur engin slík áhrif. Það er mín skoðun, að það sem aflaga hefur farið í dómsstörfum Hæstaréttar sé alls ekkert bundið við stór mál eða mál þar sem fjallað er um þýðingarmikil grundvallaratriði. Þetta birtist ekkert síður í dómum í „smáum“ málum. Þar sjá stundum dagsins ljós dómsniðurstöður, sem illa hefur verið hugað að og eru ekki studdar neinum viðhlítandi lögfræðilegum rökum. M.a. eru til dæmi um 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.