Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 28
fullnaðarlausn. Stjórnmálasagan og samtímasagan geyma næg dæmi af þessu tagi og þau rök hafa ekki reynst haldgóð að „þetta geti ekki gerst hér“. Sömuleiðis getur það verið í augum aðila nægilega ógnvænlegt fyrir dómara, sem e.t.v. er ekki of vel haldinn í launum fyrir, að þurfa að láta fyrirvaralaust af störfum á hálfum launum um óvissan tíma, til að svo geti að minnsta kosti virst að hann fái ekki litið hlutdrægnislaust á málavöxtu máls sem ráðherra með frávikningarvald leggur ofurkapp á að fái tiltekna úrlausn. Loks virðist hin óskráða stjórnskipunarregla að dómstólar sker úr um stjórnskipulegt gildi laga byggjast á þeirri forsendu að pólitískir valdhafar geti ekki fyrirvaralaust leyst dómara frá störfum til að hindra að umdeild Iög verði gerð óvirk með dómi. Ályktun Það sem nú hefur verið sagt virðist leiða til þeirrar ályktunar að rökin fyrir því að ráðherra verði talið óheimilt að víkja dómara frá störfum um stundarsakir séu veigameiri en mótrökin, einkum sökum þess að þau virðast í betra samræmi við meginstefnu stjórnarskrárinnar varðandi þrígreiningu ríkisvalds og sjálf- stæði dómstóla. Þessi niðurstaða fer þó í bága við HRD 1989 1648 og afstöðu löggjafans eins og hún virðist koma fram í 7. gr. aðskilnaðarlaganna. Þess ber að gæta, að þótt meðferð málsins í héraði hafi verið rétt ólokið við setningu laganna, mun þetta atriði hvorki hafa sætt sérstakri umræðu við undirbúning löggjafarinnar né á þinginu, þótt ærin ástæða væri til, heldur mun, með hliðsjón af skoðunum fræðimanna og nýafstaðinni frávikningu dómara um stundarsakir, hafa verið talið við hæfi að ítreka ákvæði 35. gr. EML um þetta efni í nýju lögunum sem þó gera aðeins ráð fyrir umboðsstarfalausum dómurum. 4.0 AÐ RÉTTUM LÖGUM Ekki er annars að vænta en að það álitaefni, sem hér hefur verið fjallað um verði ágreiningsefni enn um sinn. Það verður að játa að veigamikil rök liggja til beggja hinna gagnstæðu niðurstaðna. Menn munu þó væntanlega geta verið sammála um að almenni löggjafinn geti að stjórnlögum falið dómendum úrlausn um frávikningu um stundarsakir. Það sem rakið hefur verið ætti að leiða í ljós að brýn ástæða er til að taka nú án tafar ákvörðun um hvort setja eigi fyrirmæli um dómstólameðferð mála sem höfðuð eru gegn dómurum til embættismissis og lausnar um stundarsakir, en þessi ákvörðun er á valdsviði löggjafans. Réttarfars- nefnd mun nú vera að vinna að samningu frumvarps til dómstólalaga í tilefni af þeirri róttæku skipulagsbreytingu sem tekur gildi 1. júlí nk. Verður þá ekki undan því vikist að taka skýra og rökstudda afstöðu til þess hvernig þessum málum verði skipað til frambúðar. 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.