Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 37
dómara verði ekki vikið frá, nema ... 65 Stjórnarskrárákvæðið hefur því ekki staðið því í vegi að dómsmálaráðherra væri fengið vald til að víkja dómara frá um stundarsakir með ákvæði í 47. gr. áðurnefndrar tilskipunar, sem raunar er lítið eitt eldri en stjórnarskráin. Áður en til þessa úrræðis er gripið verður ráðherrann þó að leita álits Dómsmálaráðsins og síðan ber honum að stefna dómara þeim er í hlut á fyrir ráðið með kröfu um flutning í annað embætti, um lausn frá tilteknum störfum, um stöðulækkun eða um fullnaðarlausn. Úrlausn ráðsins er óáfrýjanleg skv. 57. gr. tilskipunarinnar, en Ríkisráðið - Conseil d’État - , æðsti stjórnsýsludómstólinn, hefur úrskurðað að Dómsmálaráðið sé stjórnsýslu- dómstóll og tekið sér vald til að endurskoða úrlausnir þess að því er varðar lagabeitingu (recours de cassation) með ómerkingu og heimvísun, ef því er að skipta.66 Eitt megineinkenni fransks stjórnarfars hefur verið stjórskipulegur óstöðug- leiki, allt frá stjórnarbyltingu til endaloka IV. lýðveldisins 1958. Margítrekuð fyrirheit stjórnlaga um starfsöryggi dómara tryggði stöðu þeirra ekki lengur en út gildistíma hverrar stjórnarskrár. Nýju stjórnskipulagi fylgdu gj arna hreinsanir sem dómarar fóru ekki varhluta af fremur en aðrir embættismenn. Þetta gerðist við endurreisn konungsstjórnar upp úr 1815, í borgarabyltingunni 1830 og við stofnun II. lýðveldisins 1848, en þá gaf bráðabirgðastjórnin sýslumönnum sínum fyrirmæli um að leysa dómendur, sem reyndust andstæðir lýðveldinu, frá störfum um stundarsakir, eða þar til dómsmálaráðherrann kæmi við að víkja þeim frá til fullnaðar. Jafnframt voru lögð drög að stjórnarskrá sem ætlað var að tryggja sjálfstæði og starfsöryggi dómara svo sem best verður á kosið, eins og áður greinir. Árið 1883 voru 600 dómarar látnir víkja vegna gruns um að þeir væru ekki nógu ákafir lýðveldissinnar. Síðasta hreinsunin var gerð eftir síðari heimstyrjöld og beindist gegn dómurum sem höfðu reynst leiðitamir þýskum hernaðaryfirvöldum og veitt atbeina sinn að framkvæmd ómannúðlegra fyrir- “ Stjórnarskrárákvæðið er nánast eins og óútfyllt eyðublað sem löggjafinn getur fært í að vild. Hugtakið má skilgreina á marga vegu, t.d. þannig: Situation juridique de celui qui, investi d’une fonction publique, ne peut étre révoqué, suspendu, déplacé ... ou mis á la retraite prématurément (sauf pour faute disciplinaire ou raison de santé et, en pareils cas, dans les conditions et les formes prévues par la loi), ... Vocabulaire juridique, markorð: „inamovibilité. Sjá enn fremur Fanachi, s. 37, Sautel, s. 529 og Charles, s. 18 66 Cons. Etat 12 juillet 1969, aff. L’Etang, Rev. dr. publ. 1970.387 ... Það athugast að stjórnarskrár- ákvæðið veitir stjórnsýsludómurum enga vörn. Perrot: Institutions Judiciaires 345, 347, 349, 350, 362-365, s. 361 - ... 378; Fanachi, s. 37. Ekki er dæmalaust að ráðherra víki dómara frá um stundarsakir, en ekki tíðara en svo að ákvörðunin vekur gjarna athygli. Þann 16. júlí 1980 vék ráðherra þannig undirréttardómara fyrir m.a. að gagnrýna stjórnina í dómum sínum og að taka sér vald sem hann hafði ekki og brjóta þannig regluna um aðgreiningu valdþáttanna. Le Monde 3 - 4. ágúst 1980, p. 6. 115

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.