Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 43
áminntur. Þannig eru höfð hausavíxl á hlutverkum dóms- og framkvæmdavalds. Dómstólar hafa að meginstefnu til endanlegt úrlausnarvald um lagaágreining og refsingar. Á endanum á það því undir dómstóla hvort dómendur skuli sæta viðurlögum. Hin eðlilegu tengsl stjórnvalda og dómstóla eru því á þessu sviði að ráðherra eða handhafi ákæruvalds, sem hefur fengið grun eða vitneskju um ávirðingar dómara, komi þeirri vitneskju á framfæri við dómsvaldið með kröfu um viðurlög. Þess er að vænta að í fyrirhuguðum dómstólalögum verði kveðið á um þessi málefni til frambúðar, þar á meðal um kröfugerð ráðherra fyrir dómstjóra vegna agabrota. Slíkt skipulag verður mun hyggilegra en það sem nú gengst við. Aðstaða ráðherra verður mun þægilegri þegar hann þarf ekki að gegna bæði hlutverki ákæranda og dómara, og það yfir dómara. Aðstaða dómstjóra batnar einnig að sama skapi þar sem hann þarf ekki einatt að taka upp hjá sjálfum sér að færa óþægileg mál í tal við samverkamann, heldur að uppfylla samskonar skyldu og vant er í dómarastarfi, að taka afstöðu til kröfu byggðrar á lögum. Hér má spyrja hver séu tengsl agaviðurlaga og lausnar um stundarsakir. Er lausn um stundarsakir viðurlög við ávirðingum? Þeirri spurningu verður að svara neitandi í aðalatriðum. Eftir þeim gögnum að dæma sem höfð hafa verið til hliðsjónar við ritun þessarar greinar hefur aðeins í einu landi verið litið á lausn um stundarsakir sem viðurlög við afbrotum, en því hefur nú verið hætt. Þetta úrræði er þó nátengt agaviðurlögum og hefur sömu varnaðaráhrif. Eflaust skynjar sá sem fyrir verður úrræði þetta sem refsingu ekki síður en mörg önnur. Lausn um stundarsakir er oft liður í ferli sem hefst á því að starfsmaður verður vanhæfur til að gegna starfi sínu og fær áminningu og endar á fullnaðarlausn, en tímabundin lausn frá starfskyldum er fyrst og fremst nauðsynleg til að koma í veg fyrir að sá sem er óhæfur og/eða óverðugur til að fara með opinbert vald eigi kost á að beita því eigi að síður. Þau atvik geta orðið, og hafa orðið, að brýna nauðsyn beri til að forða því þegar í stað að óhæfur og/eða óverðugur dómari vinni dómstörf meðan mál hans er í athugun eða meðan hann er ófær, t.d. vegna geðsjúkdóms. Áð hinu leytinu má ekki missa sjónar á að jafnframt er hægt að beita úrræðinu gerræðislega til að hafa áhrif á meðferð og úrlausn dómsmáls og verður því að búa svo um hnúta að sem minnst hætta sé á að öryggishagsmunum verði raskað með þeim hætti. Þá dugar ekki að einblína á þá friðartíma innan Iands og utan sem við lifum nú. Á þessu sviði gildir einskonar, og réttnefnd, eventúalregla. Það verður að vona hið besta en búast við hinu versta. Allt sem varðar skipulag dómsmála og aðbúð að dómsvaldinu þarf að gera með sama hugarfari og haft er við hönnun, smíði og mönnun skipa. Skipulagið, úrlausnirn- ar, mannvalið verður allt að miða við að allt standist þá áraun sem það kann að verða fyrir á viðsjálum tímum. 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.