Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 63

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 63
uppsetning ritsins var gerð gleggri á ýmsan hátt. Tilgangur þessarar ritsmíðar er að reyna að gera grein fyrir hlutverki lagasafna, hvernig telja megi að þessi útgáfa ræki það hlutverk og ef breytinga er þörf, hverjar þær breytingar eigi að vera. En fyrst verður litið til sögunnar og annarra Norðurlandaríkja til saman- burðar. Hér er ekki ástæða til að fara langt aftur í aldir. í doktorsritgerð sinni: Commentatio de legibus ... Kbh. 1819, segir Magnús Stephensen í upphafi 7. kafla að það sé nánast ógerningur að ná í heilt og áreiðanlegt íslenskt lagasafn og ekki heldur heildarsafn íslenskra laga, þótt það væri óraðað, en það sé þó óumflýjanlegt þeim sem vilji rannsaka og greina íslenskan rétt. Vandamálið er með öðrum orðum ekki nýtt. Til eru þó nokkur tilskipanasöfn og einkalagasöfn og er kunnast þeirra Lagasafn handa alþýðu sem þeir gáfu út Jón Jensson, Magnús Stephensen og Jón Magnússon. En árið 1931 kom út á vegum dómsmálaráðuneytisins lagasafn sem Ólafur Lárusson prófessor hafði séð um. Var því skipað í efnisröð og hafa öll síðari lagasöfn verið í svipuðu formi.Efnis- skipan Ólafs Lárussonar hefur sennilega verið nokkur nýjung á Norðurlöndum, þótt lagasafn Karnovs „Hvermands Lovbog“ væri fyrr á ferðinni, en heldur lítið þótti til hennar koma. Marius Karnov yfirréttarlögmaður var einn af þeim Suður- Jótum sem héldu heim til sín eftir að Danir höfðu endurheimt Suður-Jótland 1920. Þar höfðu gilt þýskar réttarreglur frá 1864 og hann var fljótlega spurður að því, hvort ekki væri til nein útgáfa á dönskum lögum sem svaraði til Búrgerliches Gesetzbuch, þar sem hægt væri að sjá lausnir margra einfaldra vandamála. Þá tók hann sér fyrir hendur að gefa út lagasafn í efnisflokkum sem hann kallaði af hæversku sinni „Hvermands lovbog“. Tilraunir Karnovs til þess að semja skýringar við lögin færði honum heim sanninn um að til þess þurfti hann meiri tíma og sérfræðikunnáttu en hann réði yfir. Hann sneri sér þá, árið 1936, til Stephan Hurwitz, nýskipaðs prófessors við Hafnarháskóla, sem af bjartsýni æskumannsins tók verkið að sér. Hann safnaði um sig hópi ungra kandidata sem tölvulausir söfnuðu dómum, skýringum og stjórnvaldafyrirmælum sem þeir hengdu á lagagreinarnar, hverja fyrir sig. Hurwitz skipulagði verkið og tók gæðaprufur hjá kandidötunum og fyrsta útgáfa bókarinnar kom út árið 1938 í einu bindi. Þetta verk, Karnovs-lovsamling, vann sér brátt það orð að vera hjálpartæki sem ekki væri hægt að vera án. Það kemur nú út á 5 ára fresti og viðaukabindi þess á milli. Sums staðar á Norðurlöndum eru menn ekki eins vel settir. í Noregi kemur endurskoðað lagasafn árlega út en þar er lítið um að lög séu gefin út sérprentuð með skýringum. Ágætar skrár, t.d. Jurdisk oppslagsbok, bæta þar nokkuð úr. í Svíþjóð kemur árlega út lagasafn helstu laga og mikið er um að lög séu þar gefin út með skýringum (forlagið Norstedt og Söner). Það má skjóta því að, að 141

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.