Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 11
Lúðvík bendir á mismunandi orðfæri í 22. gr. og 78. gr. dönsku stjórnarskrár- innar og að bæði afskedige og afsætte sé þýtt á íslensku með „víkja frá embætti“ og „víkja úr embætti“ þótt „afskedige" taki bæði til þess að víkja frá um stundarsakir og að fullu en „afsætte“ tákni einungis að víkja frá til fullnaðar. Höfundurinn leiðir að því gild rök að full nauðsyn geti verið á lagalegu úrræði til að leysa dómara frá störfum um stundarsakir. Slíkt úrræði telur hann felast í 3. mgr. 20 gr. og 61. gr. stjórnarskrárinnar, rétt túlkaðrar í samræmi við danska frumtextann. Jafnframt styður hann skoðun sína við álit íslenskra fræðimanna og þá afstöðu sem fram kemur af hálfu löggjafans í 35. gr. EML. 1.5 Álit ríkislögmanns Eftirfarandi rök komu fram af hálfu ríkisvaldsins í héraði í ofangreindu dómsmáli: Af hálfu stefnda í gagnsök, dómsmálaráðherra f.h. ríkisvaldsins, er því haldið fram sem í aðalsök að honum hafi verið heimilt að víkja gagnstefnanda ... úr embætti um stundarsakir með heimild í 3. mgr. 35. gr. laga nr. 85/1936 beint eða með lögjöfnun og komi 61. gr. stjórnarskrárinnar ekki í veg fyrir það. Til vara er á því byggt að lausn um stundarsakir hafi verið heimil samkvæmt 3. mgr. 7. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ekki verði betur séð en gagnstefnandi hafi sjálfur verið þessarar skoðunar á sínum tíma þar sem hann hafi með bréfi til gagnstefnda dags. 28. nóv. 1988 óskað eftir því að honum yrði veitt lausn um stundarsakir frá embætti sínu. Samkvæmt 9. gr. laga nr. 38/1954 njóti starfsmaður hálfra fastra launa þeirra er stöðu hans fylgi á meðan lausn um stundarsakir vari. Ekkert komi fram í lögum eða lögskýringargögnum, sem styðji það að lögin, ogþar með ákvæði 9. gr. þeirra, eigi ekki við um alla starfsmenn ríkisins, hæstaréttardómara jafnt sem aðra, enda njóti ekki við sérreglna í öðrum lögum og 61. gr. stjórnarskrárinnar feli ekki í sér sérreglu um hæstaréttardómara að þessu leyti. Af þessum sökum beri að sýkna gagnstefnda af kröfum gagnstefnanda.8 1.6 Álit danskra fræðimanna Þótt Lúðvík Ingvarsson sæki rök sín til danskra frumheimilda lætur hann ógert að gera grein fyrir afstöðu danskra fræðimanna og dansks löggjafarvalds til álitaefnisins. Þó hefði hann getað sótt þangað stuðning fyrir skoðunum sínum. Fyrir lögtöku stjórnarskrárinnar 1849 lýsti J. E. Larsen reglum dansks réttar um frávikningu dómara um stundarsakir þannig: Om de senere indtrædende Forhold og Omstændigheder, der kunne gjóre en allerede udnævnt Dommer uskikket til at fungere ... I slige Tilfælde vil vedkommende Collegium eller Overovrighed ... endog ex officio have at træffe den efter Omstændighederne fornödne Foranstaltning til, at Dommeren kan blive entlediget eller dog forelóbigen suspenderet og Embedets Bestyrelse overdraget til en Anden, jfr. [DL] 3-4-4,9... 8 HRD 1989 1648. 9 Civilprocessuale Foredrag. Af J. E. Larsen ... (1841-1842) - Kbh. 1858, § 17, s. 21. 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.