Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 9
Lárus kveðst álíta vafalaust að átt sé við landsyfirréttardómarana, enda þótt þeir hefðu með höndum nokkur umboðsstörf, en segir svo orðrétt um aðra: Hinsvegar er landstjórninni ekki meinað að víkja umboðsstarfalausum dómara frá embætti um stundarsakir og síðan sækja hann af embætti með dómi.’ ... Bjarni Benediktsson taldi að þegar umboðsstörf væru sáralítill hluti af starfi dómara kæmust þeir undir vernd 61. gr. stjórnarskrár frá 1944, svo væri a.m.k. um hæstaréttardómara; þetta ákvæði væri undantekning frá 3. mgr. 20. gr. þar sem segir að forseti geti vikið þeim frá embætti sem hann hefur veitt það. Niðurstaða Bjarna er þessi: Forseti eða sá, sem með veitingavaldið fer, getur hins vegar veitt dómanda lausn um stundarsakir3 4 ... Jón P. Emils gerir svofellda grein fyrir sínum skilningi í Úlfljóti 1952: Dómsmálaráðherra getur vikið dómara úr embætti um stundarsakir, en er skyldur til að höfða mál á hendur honum til embættismissis svo fljótt sem verða má. Eftir 3. mgr. ... [35. gr EML] hefur sá dómari, sem sviptur hefur verið embætti um stundarsakir, heimild til að höfða mál á hendur dómsmálaráðherra f.h. ríkisvaldsins til úrlausnar um lögmæti þeirrar ráðstöfunar.5 Ólafur Jóhannesson tekur undir skoðanir eldri stjórnlagafræðinga og telur að dómara verði að víkja úr embætti um stundarsakir ef ekki þyki fært að hann gegni því á meðan dómur gengur um það hvort hann skuli áfram gegna dómarastarfi. Ólafur telur líklegt að engir dómarar aðrir en hæstaréttardómarar fullnægi því skilyrði að teljast umboðsstarfalausir. Helst telur hann embættis- dómara í Reykjavík koma til álita sökum þess hversu lítið kveður að umboðs- störfum þeirra, en hann minnir jafnframt á að Hæstarétti sé í allmörgum lögum falið að tilnefna menn í möt eða stjórnir.6 1.2 Akvæði einkamálalaganna Við lögtöku einkamálalaganna árið 1936 var í gildi stjórnarskrá Konungsríkis- ins íslands frá 18. maí 1920. Með heimild í 4. mgr. 16. gr. hennar var svo á kveðið í 35. gr. laga nr. 85/1936 að héraðsdómara yrði ekki vikið úr starfi til fullnaðar nema með dómi. Telji ráðherra dómara hafa fyrirgert embætti sínu víkur hann honum úr starfi um stundarsakir, en síðan skal höfðað mál á hendur honum til embættismissis. 3 fslensk stjórnlagafræði 1913, s. 206. 4 Ágrip af íslenzkri stjórnlagafræði II 1948, s. 34, sbr. áður 1940, s. 34-35. 5 Ú 4. tbl. 1952, s. 4. 6 Stjórnskipun íslands, s. 277-278. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.