Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 14
heldur í stjórnlaganefnd þingsins16 Samkvæmt konungsbréfi 23. september 1848 átti að fresta lögtöku sérákvæða um stjórnskipulega stöðu íslands í ríkinu þar til Alþingi hefði fjallað um þau.17 Stjórnarskrá Danmerkur ríkis hafði fyrst og fremst gildi fyrir íslendinga að því leyti sem hún fól í sér breytingu á æðstu stjórn ríkisins. Ákvæðin um sjálfstæði dómstólanna og starfsöryggi dómara hafði áhrif að því leyti að Hæstiréttur fjallaði um íslensk mál á áfrýjunarstigi. Þann 28. júlí 1866 var lögtekin ný stjórnarskrá með heitinu „Danmarks Riges gjennemsete Grundlov 5. Juni 1849“, en hún fól ekki í sér efnisbreytingar að því er varðaði réttarstöðu dómara. Ákvæðið um frávikningu dómara var í 73. gr. nýju stjórnarskrárinnar. Eftir stöðulögunum frá 2. janúar 1871 gilti þessi stjórnarskrá ekki fyrir ísland að öðru leyti en varðandi æðstu stjórn ríkisins. Hún var hinsvegar aðalfyrirmynd íslensku stjórnarskrárinnar frá 1874. Ákvæði dönsku stjórnarskrárinnar um starfsöryggi dómara tóku, eins og ákvæði þeirrar ís- lensku, einungis til umboðsstarfalausra dómara.18 Um miðja 19. öld voru hinir reglulegu héraðsdómarar á íslandi, sýslumenn- irnir, fjarri því að vera umboðsstarfalausir. Þeir voru þá, eins og nú, umboðs menn stjórnarinnar hver í sínu héraði. Hinsvegar voru dómendur landsyfir- dómsins umboðsstarfalausir í skilningi stjórnarskrárinnar. Verður ekki betur séð en að þeir hafi notið verndar stjórnarskrárinnar frá 1849 eins og aðrir dómarar í ríkinu á gildistíma hennar.19 Stjórnarskráin frá 1866 var í raun, þrátt fyrir nafnið, ný stjórnarskrá sem afnam þá gömlu. Virðist hafa verið ætlast til að nokkurn veginn jafnframt yrði sett stjórnarskrá fyrir ísland og engir fulltrúar íslendinga áttu hlut að samþykkt stjórnarskrárinnar 1866. Það dróst raunar úr hömlu að íslendingar fengju eigin stjórnarskrá og það er ekki fyrr en með stöðulögunum frá 1871 sem gert er fulljóst að stjórnarskráin frá 1866 gilti ekki 16 Brynjólfur Pjetursson. Aðrir þingfulltrúar frá Islandi voru Jón Guðmundsson ritstjóri, Jón Johnsen bæjarfógeti, Konráð Gíslason prófessor og Jón Sigurðsson forseti. Alþingismannatal, s. 461-462, Beretning om Forhandlingerne paa Rigsdagen, sp. 3-4. Ekki verður séð að þessir þingfulltrúar hafi tekið mikinn þátt í þingstörfunum. Johnsen tók þó nokkurn þátt í umræðunum um sérstöðu fslands. Brynjólfur, Jón Guðmundsson og Jón Johnsen greiddu atkvæði með samþykkt stjórnarskrárfrumvarpsins við lokaatkvæðagreiðslu. Konráð og Jón Sigurðsson voru fjarverandi. Beretning, sp. 3646-3647. 17 I þingsetningarræðu sinni komst forsætisráðherrann, Moltke greifi, svo að orði: De til Islands ejendommelige Forhold svarende, for samme særegne, Indretninger kunne fórst ordnes, efterat en islandsk Forsamling derover er bleven hert. Beretning, sp. 7. 18 Stjskr. 1849 bráðabirgðaákvæði nr. 3 og stjskr. 1866, bráðabirgðaákvæði nr. 2. H. Matzen Den danske Statsforfatningsret I, s. 2-3, 229 ... 234 ... 241 ... 245-250 og III, s. 268. 19 Þessi skoðun byggist ekki á fullnaðarathugun á öllum tiltækum heimildum. Þær umræður sem fram fóru á Alþingi 1885 um umboðsstörf yfirdómenda lutu að embættum sem þeir gegndu jafnhliða yfirdómarastörfunum samkvæmt sérstökum ákvörðunum varðandi hvern um sig. Fyrirgerðu þeir þessum embættum mátti svipta þá þeim með yfirvaldsboði án þess að dómstörfin væru frá þeim skilin jafnframt með sama hætti. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.