Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 40
4.3 Alþjóðasamþykktir í 10. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir að hver maður eigi jafnan rétt á við aðra á réttlátri og opinberri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli þegar skorið skal úr um réttindi hans og skyldur eða þegar taka skal afstöðu til ákæru á hendur honum. í 14. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi74 er ákvæði sama efnis, en ítarlegra. Þar segir að allir skuli vera jafnir fyrir dómstólunum og eiga rétt á réttlátri opinberri málsmeðferð fyrir lögmæltum, hæfum, óháðum og óhlutdrægum dómstóli. í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu er ákvæði í öllum aðalatriðum samhljóða. Á 19. heimsþingi Alþjóðasambands lögmanna sem háð var í Nýju Delhi í október 1982 voru samþykktar „lágmarkskröfur um sjálfstæði dómstóla“. Þar er m.a. kveðið svo á að framkvæmdavaldið megi ekki eiga annan hlut að meðferð agabrotamáls dómara en að vísa kærum til viðkomandi valdhafa eða eiga frumkvæði að rannsókn á agabroti. Vald til að beita dómara agaviðurlögum eða leysa hann frá störfum skal falið valdhafa óháðum framkvæmdavaldinu. Vald til að víkja dómara úr starfi skal helst falið dómstóli. Ráðherra má ekki beita dómara neins konar þrýstingi.75 4.4 Ályktanir Ekki verða dregnar fullskýrar ályktanir af því sem hér hefur verið rakið um það álitaefndi hvort það eitt sé í samræmi við stjórnarhætti í siðmenntuðum löndum að vald til að víkja dómurum frá störfum í bráð og lengd sé í höndum handhafa dómsvalds. Ljóst er að svo er ekki í ýmsum ríkjum sem mikils eru virt á alþjóðavettvangi og alþjóðasamþykktirnar draga dám af því í varkáru orðalagi. Eigi að síður er það svo eftir því sem best er vitað að dómendum er falið þetta hlutverk í a.m.k. 9 ríkjum: Danmörku, Belgíu, Lúxembúrg, Þýskalandi, Austur- ríki, Ítalíu, Spáni, Portúgal og Japan. Annars staðar, svo sem í Frakklandi, eru valdi ráðherra settar skorður með íhlutunarrétti dómara. í Bretlandi og öðrum ríkjum sem búa við réttararf Common Law víkur þessu álitaefni við á annan hátt en þar sem germansk-rómverskar meginlandshefðir eru ríkjandi, en þar mun í reynd svo búið um hnúta víða að síst er þess verr gætt en annars staðar að dómara verði ekki bolað frá meðferð máls. Athyglisvert er að Japanir hafa tekið upp „impeachment“ að hætti Engilsaxa en leggja jafnframt, að því er virðist, fortakslaust bann við flutningi úr einu embætti í annað, kjaraskerðingum, lausn um stundarsakir og frávikningu. Þær réttarfarshefðir sem íslendingar búa við valda því að ekki verður talinn 74 Samþ. á 21. allsherjarþingi SÞ og lagður fram til undirritunar 19. 12. 1966. Fullgildingarskjal íslands var afhent 22.ágúst 1979 skv. þingsályktun 8. 5. 1979; birt í C deild Stjórnartíðinda 1979 nr. 10, s. 33. 75 Federspiel: International Bar Association og domstolene. Advokaten 19/1984. 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.