Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 38
mæla Vichystjórnarinnar, en eitt af fyrstu verkum hennar hafði verið að afnema
regluna um starfsöryggi dómara.67
Comrnon Law - Impeachment
Löng og áfallalaus þróun réttarfars í enskumælandi löndum hefur leitt til þess
að þar eru dómsvald og dómarar höfð í meiri hávegum en víða annars staðar.
Þessu hefur fylgt aukið starfsöryggi og sjálfstæði að sama skapi. í 11. deild (gr.)
bresku dómstólalaganna - Supreme Court Act 1981 - er mælt fyrir um „Tenure
of office of judges of Supreme Court.“ í 3. mgr. er mælt fyrir á þessa leið:
A person appointed to an office to which this section applies shall hold that office
during good behaviour, subject to a power of removal by Her Majesty on an address
presented to Her by both Houses of Parliament.
í 4. mgr. 35. gr. írsku stjórnarskrárinnar frá 1. júlí 1937 er svofellt ákvæði:
A judge of the Supreme Court or the High Court shall not be removed from office
except... upon resolutions passed by Dáil Éireann and by Seanad Éireann68 calling for
his removal.
Dómari verður því aðeins sviptur embætti að hann geri sig sekan um
„misconduct or incapacity“. Tiltækar heimildir geta ekki um frávikningu
dómara um stundarsakir.69
Hafi lénsskipulag, erfðaréttur og kaupskapur með dómaraembætti orðið ein
af meginstoðum sjálfstæðis dómstóla á meginlandi Evrópu hefur uppruni og
þróun dómsvalds í Bandaríkjunum ekki síður haft áhrif sökum þess hversu lengi
þau hafa gegnt forystuhlutverki meðal lýðræðisríkja, en bandarískt réttarfar og
67 (17. júlí 1940). Pétain marskálkur vék 152 Gyðingum, frímúrurum og frjálslyndum dómurum og
saksóknurum úr starfi. Gestapo handtók René Parodi dómara í miðju þinghaldi í dómhöllinni í París
1942. Hann var síðan píndur og tekinn af lífi. 217 voru fluttir nauðungarflutningi til Þýskalands,
hnepptir í hald eða heiðraðir fyrir störf í andspyrnuhreyfingunni. 260 var vikið frá um stundarsakir
við frelsun landsins; þar af fengu 120 stöður sínar aftur 1951. (Charles, s.18, L’Evénement du Jeudi
23.-29. aprfl 1992). Hreinsanir í hópi dómara vegna róttækra breytinga á stjórnarfari eru ekki
eingöngu bundnar franskri stjórnskipunarsögu og heyra ekki sögunni til. Slfk hreinsun á sér nú stað
eftir sameiningu Þýskalands. Fujimori, lýðræðislega kjörinn forseti Perú, hefur nú ákveðið að
endurskipuleggja dómskerfið og reka úr starfi spillta dómara. Morgunblaðið 10. 04. 92 s. 22.
16. gr. frönsku stjórnarskrárinnar frá 1958, sem veitir forsetanum aukin völd á hættutímum, gefur
enn færi á að settir verði á fót sérdómstólar með refsivaldi til að dæma um brot sem þá hafa þegar
verið framin. Þetta gerðist eftir valdarán hershöfðingjanna í Algeirsborg 1961. Sérstakur
herdómstóll, stofnaður af því tilefni, kvað m.a. upp dauðadóma yfir uppreisnarmönnum sem höfðu
verið sviptir „náttúrulegum dómara'* sínum með tilskipun.
68 írska þingið, Oireachtas, skiptist í tvær deildir, Dáil Éireann, neðri deild, og Seanad Éireann,
öldungadeild.
69 Peaslee: Constitutions of Nations, vol. III - Europe, s. 463 ff. og Grimes: Law in the Republic of
Ireland, Ch. 6, s. 134-135.
116