Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 36
kafla stjórnarskrár II. lýðveldisins frá 4. nóvember það ár. Samkvæmt 87. gr. verða dómendur hvorki afsettir né þeim vikið frá um stundarsakir nema með dómi, en 1852 er sú dýrð úti. Reglunni um óafsetjanlega dómara er þó haldið. Með forsetaúrskurði 1. mars 1852 var eigi að síður svo fyrir mælt að Hæstiréttur gæti vikið dómara frá embætti fyrir agabrot að kröfu dómsmálaráðherra að undangenginni frávikningu um stundarsakir fyrir áfrýjunardómi. Síðara keis- aradæmið hefur ekki þörf fyrir mörg orð um dómsvald. Ein grein nægir; dómsvaldinu er beitt í nafni keisarans. Dómendur eru óafsetjanlegir.® Þriðja lýðveldið fer hægt af stað í setningu grundvallarlaga. Árið 1875 eru sett þrenn stjórnskipunarlög. Dómstólar eru aðeins nefndir á nafn í einum þeirra.61 Til að bæta úr þessari vöntun var kveðið á um „inamovibilité" dómara í almennum lögum 30. ágúst 1883. Stjórnarskrá IV. lýðveldisins gerir dómsvaldinu ekki hátt undir höfði. Með henni er þó Dómsmálaráðið - Conseil Supérieur de la Magistrature - stofnsett og kveðið er á um að dómarar séu óafsetjanlegir.62 Dómsmálaráðið fer með agavald yfir dómurum.63 Forseti lýðveldisins er forseti ráðsins, dómsmálaráðherrann varaforseti. Þegar ráðið fjallar um agamál dómara víkja forsetinn og ráðherrann, en forseti Hæstaréttar sest í forsæti.64 4. mgr. 64. gr. frönsku stjórnarskrárinnar frá 1958 hljóðar svo: Les magistrats du siége sont inamovibles. Hugtakið „inamovibilité" hefur ekki, fremur en önnur lagahugtök, aðra skilgreinda merkingu en þá sem því er veitt í lögum. Það merkir þá nánast hér að “ 15. gr. stjskr. keisaradæmisins frá 21. mars 1870. 61 Loi constitutionnelle du 16 juillet 1875, Art. 12. 62 Constitution du 27 octobre 1946. Það sem hér hefur verið rakið um sögu réttarfars og stjórnskipunar Franka og Frakka er einkum byggt á eftirtöldum heimildum: J. Raynal: Histoire des Institutions judiciaires, Maurice Duverger: Constitutions et Documents politiques og Les Constitutions de la France, Gérard Sautel: Histoire des Institutions publiques, Dictionnaire ... d’Histoire, markorð: „magistrature", „parlement" og Garrisson: Histoire du Droit et des Instituti- ons. Frakkland var löngum fjölmennasta ríki Evrópu, fjölmennara en Rússland, og voldugasta ríki meginlandsins. Furstar Evrópu höfðu það sem ákveðið var og gert í Versölum til fyrirmyndar eftir getu. Stjórnarbyltingin mikla hafði hvarvetna áhrif. Atburðirnir í Frakklandi 1830 og 1848 endurómuðu um alla álfuna og víðar og jafnvel það stjórnarfar sem komið var á í Frakklandi 1958 hefur haft víðtæk áhrif annarsstaðar. 63 4. mgr. 65. gr. stjórnarskrár Franska lýðveldisins frá 4. október 1958. 64 Ráðið gerir auk þess tillögur til forseta um skipun hæstaréttardómara og forseta áfrýjunardóm- stólanna og veitir álit á tillögum dómsmálaráðherra um skipun annarra dómara. Loks er ráðið umsagnaraðili um náðanir. 64. gr. frönsku stjórnarskrárinnar. Að því er dómara varðar er agabrot skilgreint þannig í 43. gr. tilskipunar nr. 1270 frá 22. desember 1958: ... tout manquement par un magistrat aux devoirs de son état, á l’honneur, á la délicatesse ou á la dignité, constitue une faute disciplinaire. Tilskipun þessi var sett í síðari forsætisráðherratíð de Gaulle er hann fór með alræðisvald og stjórnaði með tilskipunum. 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.