Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 42
leita eða verða að hlíta meðferð mála sinna fyrir þeim og úrlausn, en að því marki náðu blasir enn við nýtt útsýni, hættan á að dómstólar verði ríki í ríkinu, regla sem endurnýjar sig sjálf, með dulin áhrif og hneigð til að sælast yfír á verksvið hinna pólitísku valdhafa. Stjórnvöld og dómstólar munu því eiga samleið enn um sinn og það er engin goðgá að þau vinni saman, heldur nauðsyn á margan hátt. I þessu ljósi verður að vega og meta ágæti alls tilflutnings valds frá stjórnvöldum til dómstóla, en réttaröryggi borgaranna og samfélagsins verða þó höfuðviðmið. Á árinu 1987 kom fram sú hugmynd í formi frumvarpsdraga að rétt væri að fela dómendum sjálfum að annast eigin agamál. Niðurstaðan varð sú að ákveðið var að dómstjórar færu með agavald yfir samdómendum sínum og dómstjórum á næsta dómstigi fyrir neðan, sbr. 35. gr. EML, og 4. gr. breytinglaga nr. 54 1988. Áður en frumvarpið var lagt fram hafði það hlotið endurskoðun í stjórnsýslunni sem leiddi til þess að dómarar voru settir undir þrefalt agavald, Hæstaréttar, ráðherra og dómstjóra, sem auðveldlega verður beitt óháð hvert öðru. Þannig var hugsanlegt að dómari sæti uppi með fleiri en eina áminningu eða önnur agaviðurlög fyrir sömu yfirsjón. í 3. mgr. 35. gr., eins og hún er orðin eftir breytinguna, er kveðið á um lausn um stundarsakir og skilyrði hennar, m.a. að áminning æðra dóms, ráðherra eða áminningaryfirvalds skv. 2. mgr.,77 hafi ekki komið að haldi. í athugasemdum með frumvarpinu segir svo: Grein þessi haggar ekki því að ráðherra hefur áfram á valdi sínu að áminna dómara og dómarafulltrúa þegar það á við skv. 7. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þetta ákvæði fellur úr gildi 1. júlí 1992, sbr. 21. gr. laga 92 1989, og við taka fyrirmæli 8. gr. þeirra laga. Þar er hvorki getið um áminningu Hæstaréttar né ráðherra. Ljóst er að héraðsdómarar verða eftir sem áður að þola áminningar Hæstaréttar við málskot, en ekki er fyllilega ljóst um tengsl hinna nýju laga og 7. gr. starfsmannalaga. Það verður þó að ætla, eftir almennum sjónarmiðum um tengsl eldri laga og yngri, þar sem yngri lögin fela í sér sérákvæði miðað við hin eldri, svo og með hliðsjón af stefnu aðskilnaðarlaganna, að vald ráðherra til að veita dómara áminningu milliliðalaust sé úr sögunni, og er það vel. Enn er þó þörf á að ráðherra og ráðuneyti hafí vakandi auga með dómurum og meðferð dómsvaldsins og geti komið fram úrræðum sem miða að því að dómendur vinni verk sín óaðfínnanlega, glati ekki hæfí án þess að við sé brugðist og seilist ekki til valds sem þeim ber ekki. Hér verða því dómendur og ráðuneyti að vinna saman enn sem fyrr, en það má ekki vera eins og komið hefur fyrir að dómstjóri snúi sér til ráðuneytis með ósk um að handhafi dómsvalds sem undir hann heyrir, verði 77 forseta Hæstaréttar eða forstöðumanns dómaraembættis. 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.