Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 72

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 72
AÐALFUNDUR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 1991 Aðalfundur Lögfræðingafélags íslands var haldinn í Odda, stofu 101, fimmtu- daginn 31. október kl. 17.15. Fundarefni var venjuleg aðalfundarstörf. Frammi lágu í ljósriti: skýrsla stjórnar, reikningar félagsins og reikningar Tímarits lögfræðinga. Fundarstjóri var kosinn Hrafn Bragason hæstaréttardómari en fundarritari Ingvar J. Rögnvaldsson. Formaður félagsins Garðar Gíslason borgardómari flutti skýrslu stjórnar. Rétt þykir að geta hér sérstaklega þess nýmælis í störfum félagsins að hefja samstarf við lögfræðingafélög á Norðurlöndum. Gjaldkeri félagsins Dögg Pálsdóttir gerði grein fyrir endurskoðuðum reikn- ingum félagsins, lýsti uppsetningu þeirra og rakti lið fyrir lið. Rekstrarárið var frá 1. okt. 1990 til 25. okt. 1991. Tekjur voru alls kr. 2.904.020, en gjöld kr. 1.306.914. Hagnaður af rekstri félagsins var því kr. 1.597.106. Hrein eign félagsins í lok rekstrartímabilsins reyndist vera kr. 3.335.180. Orðið var gefið laust um reikninga félagsins en enginn tók til máls og voru reikningarnir samþykktir. Framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Erla S. Árnadóttir, gerði grein fyrir reikningum þess. Rekstrarniðurstöður almanaksársins 1990 greindust í tekjur alls kr. 2.583.054, heildarkostnað kr. 1.636.178 og hagnað kr. 946.875. Eigið fé í árslok var kr. 2.852.720. Talsverð tekjuaukning varð vegna lausasölu á vegum Úlfljóts. Prentkostnaður hafði lækkað umtalsvert vegna hagstæðra samnninga við prentsmiðjuna Gutenberg h.f. Það nýmæli var tekið upp að greiða ritlaun til greinahöfunda. Tímaritið stendur vel og því hefur verið kannaður kostnaður við endurútgáfu á eldri árgöngum. í lok máls síns vakti Erla athygli á áritun endurskoðenda tímaritsins, en sú ákvörðun hafi þó verið tekin, að afskrifa ekki áskriftargjöld fyrr en innheimta væri fullreynd. Reikningar voru síðan bornir upp og samþykktir. Fundarstjóri gerði grein fyrir ákvæðum laga félagsins um stjórnarkjör og kynnti tillögu stjórnar um stjórnarmenn. Tillagan var samþykkt og eftirtaldir kjörnir í stjórn: Formaður Garðar Gíslason borgardómari. Varaformaður Skúli Guðmundsson 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.