Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 72

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 72
AÐALFUNDUR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 1991 Aðalfundur Lögfræðingafélags íslands var haldinn í Odda, stofu 101, fimmtu- daginn 31. október kl. 17.15. Fundarefni var venjuleg aðalfundarstörf. Frammi lágu í ljósriti: skýrsla stjórnar, reikningar félagsins og reikningar Tímarits lögfræðinga. Fundarstjóri var kosinn Hrafn Bragason hæstaréttardómari en fundarritari Ingvar J. Rögnvaldsson. Formaður félagsins Garðar Gíslason borgardómari flutti skýrslu stjórnar. Rétt þykir að geta hér sérstaklega þess nýmælis í störfum félagsins að hefja samstarf við lögfræðingafélög á Norðurlöndum. Gjaldkeri félagsins Dögg Pálsdóttir gerði grein fyrir endurskoðuðum reikn- ingum félagsins, lýsti uppsetningu þeirra og rakti lið fyrir lið. Rekstrarárið var frá 1. okt. 1990 til 25. okt. 1991. Tekjur voru alls kr. 2.904.020, en gjöld kr. 1.306.914. Hagnaður af rekstri félagsins var því kr. 1.597.106. Hrein eign félagsins í lok rekstrartímabilsins reyndist vera kr. 3.335.180. Orðið var gefið laust um reikninga félagsins en enginn tók til máls og voru reikningarnir samþykktir. Framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Erla S. Árnadóttir, gerði grein fyrir reikningum þess. Rekstrarniðurstöður almanaksársins 1990 greindust í tekjur alls kr. 2.583.054, heildarkostnað kr. 1.636.178 og hagnað kr. 946.875. Eigið fé í árslok var kr. 2.852.720. Talsverð tekjuaukning varð vegna lausasölu á vegum Úlfljóts. Prentkostnaður hafði lækkað umtalsvert vegna hagstæðra samnninga við prentsmiðjuna Gutenberg h.f. Það nýmæli var tekið upp að greiða ritlaun til greinahöfunda. Tímaritið stendur vel og því hefur verið kannaður kostnaður við endurútgáfu á eldri árgöngum. í lok máls síns vakti Erla athygli á áritun endurskoðenda tímaritsins, en sú ákvörðun hafi þó verið tekin, að afskrifa ekki áskriftargjöld fyrr en innheimta væri fullreynd. Reikningar voru síðan bornir upp og samþykktir. Fundarstjóri gerði grein fyrir ákvæðum laga félagsins um stjórnarkjör og kynnti tillögu stjórnar um stjórnarmenn. Tillagan var samþykkt og eftirtaldir kjörnir í stjórn: Formaður Garðar Gíslason borgardómari. Varaformaður Skúli Guðmundsson 150

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.