Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 41
vænlegur kostur að fela Alþingi vald til að leysa dómara frá störfum. Eins og oftar verður hyggilegast og handhægast að leita til Danmerkur um fyrirmyndir, enda verður stjórnskipun, dómsmálastjórn og dómstólaskipun rakin til sömu róta hjá báðum og Danir ávalt nokkrum skrefum á undan á framfarabraut réttarfarsins. 4.5 Til úrbóta Þann 1. júlí 1992 hefst nýr kafli í réttarfarssögu íslands. Eftir það verða dómstörf alfarið í höndum embættismanna, sem ekki hafa önnur embættisstörf en dómstörf með höndum, og að mestu leyti verða þau unnin á fjölmennum dómstólum þar sem dómarar dæma ýmist þrír eða fleiri saman eða einn í hverju máli og þar sem dómendur velj a sér ýmist dómst j óra sj álfir eða hafa veruleg áhrif á val hans. Nýir dómarar verða að ganga í gegnum rækilega faglega skoðun á hæfni til dómstarfa. Freisting til pólitískra embættaveitinga verður hverfandi og nauðsyn þess að setja dómara og til skipunar umboðsdómara og dómnefnda til meðferðar einstakra mála sömuleiðis. Hættan á gerræði stjórnvalda og ábyrgð- arleysi við að fela mönnum dómsvald í bráð og lengd stórminnkar. Þess má því vænta að eftirleiðis fari ekki aðrir með dómstörf en þeir sem hafa til þess vit, menntun og reynslu. Hinir stóru héraðsdómstólar veita kærkomið svigrúm til verkaskiptingar og jafnframt yfirferðar einstakra dómara um hina ýmsu mála- flokka og réttarfarskerfi á starfstíma sínum þannig að þeir verða hæfari en ella til setu í æðra dómi. Við þennan áfanga veitist alveg ný útsýn yfir öll álitaefni varðandi sjálfstæði dómstóla og skipti stjórnvalda og dómstóla. Hin gamla kenning Montesquieu fær nýtt vægi og nýja merkingu, en hún þarf einnig sjálf endurskoðunar við í ljósi reynslu, bæði hér og annars staðar. Dómsvald er ekki, og á ekki að vera, pólitískt vald, a.m.k. ekki að neinu verulegu marki. Það er sérsvið þings og stjórnar í sameiningu. Það hljómar betur í eyrum, og er líka í betra samræmi við raunveruleikann, að skilgreina svið dómstóla sem starfsvið, „fúnksjón“.76 Starfsvið dómstóla er með þeim hætti að það hlýtur að tengjast stjórnsýslu á mörgum snertiflötum. Ekki verður hjá því komist að annast stjórnsýslu dómskerfisins sjálfs og lengi hafa veigamiklir þættir í störfum dómara verið stjórnsýsla, svo sem búskipti. Svo sem dæmi sanna er hægt að fela dómstólum eigin stjórnsýslu að mestu leyti, þar á meðal skiptingu fjárveitinga, endurskoðun, endurnýjun dómarastéttarinnar, innri agamál og brottvísun þeirra stéttarbræðra sem reynast óverðugir eða getulausir. í íslensku réttarfari er enn verk að vinna þar til segja má að sjálfræði dómstóla sé orðið slíkt að ekki verði betur á kosið að því er varðar réttaröryggi þeirra sem til þeirra 76Des trois puissances ... celle de juger est en quelque fagon nulle. II n’en reste que deux; ... Montesquieu, Livre onziéme, Chap. VI De la Constitution d’Angleterre. 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.