Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 19
greininni er ekki sérstaklega fjallað um vikningu um stundarsakir. Sú skoðun hefur lengi verið almenn, að þrátt fyrir ákvæði 61. gr. stjórnarskrárinnar gæti forseti Islands, og áður konungur samkvæmt eldri stjórnarskrám, vikið umboðsstarfalausum dómara úr embætti um stundarsakir. Par til mál þetta kom upp hafði ekki reynt á þennan skilning og þeir fræðimenn sem um efnið hafa fjallað hafa lítt eða ekki rökstutt skoðanir sínar. Orðalagið að víkja frá á samkvæmt almennri merkingu jafnt við um lausn í bráð og lengd. Sá eðlismunur er þó á frávikningu til fullnaðar og frávikningu um stundarsak- ir að síðarnefnda úrræðið er ekki neins konar viðurlög við ámælisverðri háttsemi, heldur bráðabirgðaúrræði sem gripið er til vegna rannsóknar eða ef ekki þykir viðurkvæmilegt að opinber starfsmaður, sem borinn hefur verið alvarlegum sökum, starfi áfram meðan mál hans er rannsakað og þar til úr því er skorið hvort hann heldur starfi sínu. Hér verður úrlausn að velta á því hvort efnisrök leiða til sömu niðurstöðu um aðferðina við að víkja dómara frá um stundarsakir annars vegar og frávikningu til fullnaðar hins vegar. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrígreiningu ríkisvaldsins fara dómendur með dómsvaldið og þeir skulu samkvæmt 1. málslið 61. gr. stjórnar- skrárinnar fara einungis eftir lögunum í embættisverkum sínum. Þeim ber að sýna fyllstu óhlutdrægni í dómum og þeir mega ekki láta undan neins konar þrýstingi þannig að hallað sé réttu máli. Ákvæðum 61. gr. stjórnarskrárinnar virðist einkum ætlað að girða fyrir að handhafar framkvæmdavaidsins geti beitt dómara þrýstingi með hótun um frávikningu og tekjumissi eða með frávikningu komið í veg fyrir að dómari sem ekki er stjórnvöidum að skapi vinni tiltekin dómaraverk. Þessar efnisástæður sem bann 61. gr. stjórnarskrárinnar um frávikningu án dóms byggjast á virðast eiga bæði við vikningu til fullnaðar og um stundarsakir. Samkvæmt þessum rökum verður að teija að ekki sé hægt að skerða þá vörn sem greinin veitir umboðsstarfalausum dómurum með setningu almennra laga um aðra aðferð við frávikningu um stundarsakir en við frávikningu að fullu. Því verður ekki talið, gegn ákvæðum 61. gr. stjórnarskrárinnar, að 3. mgr. 35. gr. laga nr. 85/1936 eða 7. gr. laga nr. 38/1954 hafi að geyma heimild framkvæmdavaldinu til handa til þess að víkja umboðsstarfalausum dómurum úr embætti um stundarsakir. Sú nauðsyn sem kann að vera á því að umboðsstarfalausum dómara verði vikið úr embætti með svo skjótvirkum hætti sem vikning ráðherra getur verið þykir engan veginn geta leitt til þess að 61. gr. stjórnarskrárinnar verði skýrð svo að nauðsynin víki ákvæðum greinarinnar til hliðar. f því tilviki verður framkvæmdavaldið að sætta sig við að bera kröfu um vikningu um stundarsakir undir dómstóla. enda þótt gildandi réttarfarsreglur kunni að hafa í för með sér að sú leið sé seinfarin, þar sem sérákvæði um skjóta meðferð slíkra mála er ekki að finna í lögum. Samkvæmt þessu verður talið að frávikning umboðsstarfalauss dómara um stundarsakir sé ekki heimil nema með dómi. Nú hafa verið rakin þau rök með og móti stundarlausnarvaldi stjórnvalda sem heimildir finnast um og þykir þá til glöggvunar rétt á þessu stigi að taka saman í sem fæstum orðum annarsvegar óumþrættar staðhæfingar og hinsvegar þær staðhæfingar og röksemdir sem ágreiningi sæta, en síðan verður leitast við að gera þeim skil á skipulegan hátt. 2.5 Sammæli Ekki sætir ágreiningi að orðalagið að víkja frá geti bæði átt við það þegar dómara er vikið um stundarsakir og til fullnaðar. Ágreiningslaust er að allir íslenskir fræðimenn, sem fjallað hafa um ágreiningsefnið, séu á einu máli um að 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.