Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 59
dómarans, er sýnt fram á þetta með rökum, sem enginn hefur treyst sér til að svara að efni til á þeim fimm árum sem liðin eru frá útgáfu hennar. Hefur þó áreiðanlega ekki skort áhugann hjá nokkrum lögfræðingum til slíkra andsvara, ef þeir hefðu treyst sér til. Það skyldi þó ekki vera, að ráðherrann hefði lesið bókina og áttað sig á augljósu réttmæti þess sem í henni segir? Sé það rétt má með sanni segja, að honum sé fremur skylt að láta þá skoðun í ljós opinberlega heldur en að þegja yfir henni. Ekki verður með neinu móti séð, að „óhófs“ hafi gætt í orðum ráðherrans, eins og Þór Vilhjálmsson segir fjölmiðla hafa þau eftir honum. Athugasemdir dómarans við þessi ummæli virðast því einfaldlega fela í sér þá afstöðu, að ráðherrann hefði alls ekki átt að láta þessa skoðun sína í ljós. Enn og aftur birtist því sú afstaða, að gagnrýni, sem eitthvað drífur, megi ekki koma fram. Hæstiréttur eigi að njóta verndar þagnarinnar. Ekki verður hjá því komist við þessar umræður, að ég geri nokkra grein fyrir ástæðum þess að ég hef opinberlega gagnrýnt dómsstörfin í Hæstarétti. Eftir að ég fór að starfa sem málflutningsmaður varð mér smám saman ljóst, að því fór víðs fjarri að dómsstörfin í Hæstarétti uppfylltu þær kröfur, sem ég í barnaskap mínum hafði talið að þau ættu að gera. Fram að þeim tíma hafði ég ekki við annað að styðjast en kennsluna í lagadeildinni, þar sem okkur var í stórum dráttum kennt að bera þá virðingu fyrir þessari meginstofnun réttarríkisins, sem verðug væri ef allt væri þar með felldu. Okkur var innrætt virðing í samræmi við þá kenningu, að dómstólum beri virðing, án þess að þessu fylgdi nokkur athugun að gagni á því, hvort raunveruleg dómsstörf verðskulduðu virðinguna. Þegar ég fór að starfa við þetta sjálfur rann smám saman upp fyrir mér allt annað ljós. Dómsstörfin voru hroðvirknislega unnin, rökstuðningur oft ónógur og ófull- nægjandi og það sem verst var, sumar dómsniðurstöðurnar virtust helgast af einhvers konar persónulegum eða hálfpólitískum skoðunum dómaranna án þess að eiga mikið skylt við lögfræði. Ég var ekki einn um þessar skoðanir. Flestir þeirra lögfræðinga, sem ég þekki hæfasta og tek mest mark á, töldu þetta líka, þó að menn hefðu misjafnar áherslur, eins og gengur. Til þess að átta sig vel á því, sem aflaga kann að fara í dómi, er nauðsynlegt að gjörþekkja málið. Starfandi málflutningsmaður hefur engan tíma til að dunda sér við að grandskoða dómsstörf í öðrum málum en þeim, sem hann fer með sjálfur. í sjálfu sér væri ekki óeðlilegt að gera þá kröfu til íslensku „akademíunn- ar“, kennaranna við lagadeild Háskólans, að þeir vektu yfir dómsstörfunum og Iétu uppi lögfræðilega gagnrýni á dóma. Þessari kröfu er hins vegar lítt eða ekki sinnt þar. Ekki veit ég vel hverju um er að kenna. Kannski smæð þjóðfélagsins og persónulegum tengslum milli manna. Kennararnir við lagadeildina gegna samkvæmt hæstaréttarlögum hlutverki sem varadómendur í Hæstarétti og eru þar oft kallaðir til. Reyndin með suma lagakennarana hefur miklu fremur verið 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.