Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Síða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Síða 20
stjórnvöld hafi hina umdeildu heimild og að a.m.k. sumir danskir fræðimenn telji hið sama að því er varðar danskan stjórnskipunarrétt. Enn hvílir vafalaust sú skylda á ráðherra að sjá um að komið sé í veg fyrir að dómari, sem orðinn er óhæfur til að gegna starfi sínu, gegni því meðan svo er. í Danmörku er kveðið á um það í almennum lögum að dómurum verði ekki vikið úr starfi til bráðabirgða nema með dómi og síðan 1919 hefur ráðherra ekkert vald haft til að svipta dómara embætti um sinn. Ekki er vitað til að efast sé um að ákvæði stjórnarskrár um umboðsstarfalausa dómara taki til allra dómara eftir 1. júlí 1992. 2.6 Samantekt röksemda Meðmæli Til stuðnings þeirri staðhæfingu að ráðherra sé heimilt að víkja dómara frá embætti um stundarsakir gegn vilja hans, ef lögmætar ástæður virðast liggja til að hann gegni ekki Iengur starfi sínu um sinn, hefur því verið haldið fram samkvæmt framanskráðu: - að sú heimild felist í 20. gr., sbr. 61. gr. stjórnarskrár, 35. gr laga um meðferð einkamála í héraði nr. 85 1936, sbr. 8. gr. aðskilnaðarlaga nr. 92 1989, og 7. gr. starfsmannalaga nr. 38 1954 - að orðavalið „nema með dómi“ sýni að átt sé við afsetningu, það er frávikningu til fullnaðar - að ákvæði stjórnarskrár Lýðveldisins íslands frá 1944 um frávikningu dómara beri að túlka í samræmi við danskan texta stjórnarskrár um hin sérstaklegu málefni Islands frá 1874 - að samræmisskýring 3. mgr. 35. gr. EML og 2. ml. 61. gr. stjórnarskrár leiði til, eða styðji a.m.k. þá niðurstöðu, að ráðherra sé heimilt að víkja dómara um stundarsakir - að þau vandkvæði, sem á því eru, að koma því fram fyrir dómstólum að dómari láti af störfum um stundarsakir styðji einnig þessa niðurstöðu - að upphafleg ákvæði RPL sýni að dómara verði vikið frá um stundarsakir án dóms - að þar sem stjórnarskráin banni aðeins hið meira, það er afsetningu, hljóti ráðherra að leyfast hið minna, það er að víkja dómara um stundarsakir - að eðli máls leiði til þeirrar ályktunar að dómara megi víkja um stundarsakir með yfirvaldsboði - að sú skylda sem hvílir á yfirvaldinu til að sjá um að komið sé í veg fyrir að dómari, sem orðinn er óhæfur til að gegna starfi sínu, haldi því áfram, leiði til sömu ályktunar - að hin gamla regla um að konungur gæti svipt þann embætti, sem hann hefur veitt það, hvort sem er til lengri eða skemmri tíma, hafi haldist óbreytt, þrátt fyrir gildistöku stjórnarskrárinnar, að því er varðaði lausn um stundarsakir - að lausn um stundarsakir svipti ekki dómarann embætti sínu, en feli það einmitt í sér að hann haldi því, þannig að um lausn um stundarsakir gildi ekki sömu rök og um fullnaðarlausn. 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.