Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 57
hann hefur að segja. Verk dómaranna liggi fyrir eins og þeir vilji og kunni að ganga frá því, og eftir það eigi þeir ekki að ganga fram og skýra það eða verja. 3. Réttarfarið í landinu sé með þeim hætti (?), að lögmenn ættu ekki að láta það til sín taka í opinberum umræðum um mál, sem þeir hafa sjálfir farið með. Vegna skuldbindinga lögmanns við viðskiptamann sinn verði takmörkuð not af framlagi hans til opinberrar umræðu. Þá ættu lögmenn eins og dómarar starfs síns vegna að forðast þátttöku í „áróðursliðum“ í þjóðfélaginu. 4. Menn í stjórnsýslu, sem oft tali í embættisnafni, ættu ekki að draga dómstóla inn í orðahnippingar. Þeir megi þó láta skoðun sína, t.d. á Hæstarétti, koma fram opinberlega, en þá sé nauðsynlegt að þeir gæti hófs í orðum með tilliti til þess að frá dómurum sé ekki svars að vænta. 5. í greininni er svo skrítinn kafli um óvandaðar umræður, ýkjufrásagnir, áróður og auglýsingar, við hlið heilbrigðrar umræðu. Virðist þessi kafli þjóna þeim tilgangi í greininni að tengja ummæli forsætisráðherrans, sem fyrr var getið við slíkt, án þess að sagt sé berum orðum, að höfundurinn telji þau ummæli falla í þennan flokk umræðna. Ekki er nema að sumu leyti unnt að fallast á skoðanir Þórs Vilhjálmssonar í þessari grein. Að mestu má fallast á þá meginniðurstöðu hans, að dómarar ættu að forðast að taka þátt í opinberum umræðum um dómsniðurstöður sínar. Það er auðvitað rétt að með forsendum sínum fyrir dómsniðurstöðunni hefur dómarinn sagt það, sem honum þykir skipta máli og vera fullnægjandi til rökstuðnings fyrir henni. Eftir það talar dómurinn fyrir sig sjálfur. Dómur sem greinir fullnægjandi lögfræðileg rök fyrir niðurstöðu verður heldur ekki gagn- rýndur, þannig að nein þörf sé til andsvara. Það er því í reynd þannig, meðan allt er í lagi með dómsstarfið, að gagnrýnin missir marks og engin þörf er á andsvörum. Ef hins vegar rök fyrir dómsniðurstöðu eru lögfræðilega ófullnægjandi er aðstaðan önnur. Þá er dómurinn opinn fyrir gagnrýni. Og þá fyrst finnur dómarinn hj á sér þörfina til að svara gagnrýninni. En j afnvel í þessu falli er oftast óheppilegt að hann láti undan þeirri þörf. Stafar það af því að með því að svara viðurkennir dómarinn með óbeinum hætti, að ekki hafi verið nægilega vel hugað að málinu, áður en dómurinn var upp kveðinn. Þar að auki verður rökstuðning- ur eftirá aldrei jafn trúverðugur og rökstuðningur fyrirfram, þar sem dómarinn er nú í reynd að verja sínar eigin hendur fyrir gagnrýni. Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari segir í grein sinni að aðstaða dómaranna að þessu leyti eigi vitanlega ekki að útiloka aðra frá að ræða gerðir dómara. Þetta er að sjálfsögðu rétt. Meðferð dómsmála og niðurstöður dóma eru meðal mjög þýðingarmikilla þjóðfélagsmála sem hljóta, ef allt er með felldu, að vera til umræðu í þjóðfélaginu. Skiptir þá engu máli hvort vænta megi svars við gagnrýni 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.