Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 14
heldur í stjórnlaganefnd þingsins16 Samkvæmt konungsbréfi 23. september 1848 átti að fresta lögtöku sérákvæða um stjórnskipulega stöðu íslands í ríkinu þar til Alþingi hefði fjallað um þau.17 Stjórnarskrá Danmerkur ríkis hafði fyrst og fremst gildi fyrir íslendinga að því leyti sem hún fól í sér breytingu á æðstu stjórn ríkisins. Ákvæðin um sjálfstæði dómstólanna og starfsöryggi dómara hafði áhrif að því leyti að Hæstiréttur fjallaði um íslensk mál á áfrýjunarstigi. Þann 28. júlí 1866 var lögtekin ný stjórnarskrá með heitinu „Danmarks Riges gjennemsete Grundlov 5. Juni 1849“, en hún fól ekki í sér efnisbreytingar að því er varðaði réttarstöðu dómara. Ákvæðið um frávikningu dómara var í 73. gr. nýju stjórnarskrárinnar. Eftir stöðulögunum frá 2. janúar 1871 gilti þessi stjórnarskrá ekki fyrir ísland að öðru leyti en varðandi æðstu stjórn ríkisins. Hún var hinsvegar aðalfyrirmynd íslensku stjórnarskrárinnar frá 1874. Ákvæði dönsku stjórnarskrárinnar um starfsöryggi dómara tóku, eins og ákvæði þeirrar ís- lensku, einungis til umboðsstarfalausra dómara.18 Um miðja 19. öld voru hinir reglulegu héraðsdómarar á íslandi, sýslumenn- irnir, fjarri því að vera umboðsstarfalausir. Þeir voru þá, eins og nú, umboðs menn stjórnarinnar hver í sínu héraði. Hinsvegar voru dómendur landsyfir- dómsins umboðsstarfalausir í skilningi stjórnarskrárinnar. Verður ekki betur séð en að þeir hafi notið verndar stjórnarskrárinnar frá 1849 eins og aðrir dómarar í ríkinu á gildistíma hennar.19 Stjórnarskráin frá 1866 var í raun, þrátt fyrir nafnið, ný stjórnarskrá sem afnam þá gömlu. Virðist hafa verið ætlast til að nokkurn veginn jafnframt yrði sett stjórnarskrá fyrir ísland og engir fulltrúar íslendinga áttu hlut að samþykkt stjórnarskrárinnar 1866. Það dróst raunar úr hömlu að íslendingar fengju eigin stjórnarskrá og það er ekki fyrr en með stöðulögunum frá 1871 sem gert er fulljóst að stjórnarskráin frá 1866 gilti ekki 16 Brynjólfur Pjetursson. Aðrir þingfulltrúar frá Islandi voru Jón Guðmundsson ritstjóri, Jón Johnsen bæjarfógeti, Konráð Gíslason prófessor og Jón Sigurðsson forseti. Alþingismannatal, s. 461-462, Beretning om Forhandlingerne paa Rigsdagen, sp. 3-4. Ekki verður séð að þessir þingfulltrúar hafi tekið mikinn þátt í þingstörfunum. Johnsen tók þó nokkurn þátt í umræðunum um sérstöðu fslands. Brynjólfur, Jón Guðmundsson og Jón Johnsen greiddu atkvæði með samþykkt stjórnarskrárfrumvarpsins við lokaatkvæðagreiðslu. Konráð og Jón Sigurðsson voru fjarverandi. Beretning, sp. 3646-3647. 17 I þingsetningarræðu sinni komst forsætisráðherrann, Moltke greifi, svo að orði: De til Islands ejendommelige Forhold svarende, for samme særegne, Indretninger kunne fórst ordnes, efterat en islandsk Forsamling derover er bleven hert. Beretning, sp. 7. 18 Stjskr. 1849 bráðabirgðaákvæði nr. 3 og stjskr. 1866, bráðabirgðaákvæði nr. 2. H. Matzen Den danske Statsforfatningsret I, s. 2-3, 229 ... 234 ... 241 ... 245-250 og III, s. 268. 19 Þessi skoðun byggist ekki á fullnaðarathugun á öllum tiltækum heimildum. Þær umræður sem fram fóru á Alþingi 1885 um umboðsstörf yfirdómenda lutu að embættum sem þeir gegndu jafnhliða yfirdómarastörfunum samkvæmt sérstökum ákvörðunum varðandi hvern um sig. Fyrirgerðu þeir þessum embættum mátti svipta þá þeim með yfirvaldsboði án þess að dómstörfin væru frá þeim skilin jafnframt með sama hætti. 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.