Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 5

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 5
Sigurjónssonar sú að skilja beri 11. gr. mannréttindasáttmálans svo að hún feli í sér neikvætt félagafrelsi og var því talið að ísland hefði brotið gegn greininni með því að skylda Sigurð til þess að vera í bifreiðastjórafélaginu Frama. Islenski dómarinn, Þór Vilhjálmsson, var einn á andstæðri skoðun. Hér verður að sjálfsögðu engin afstaða tekin til þess hvort æskilegt sé að löggjöf landa og alþjóðlegir sáttmálar vemdi hið neikvæða félagafrelsi. í lýð- ræðisríkjum eiga löggjafarþing og aðrar réttbærar stofnanir að taka afstöðu til þess álitaefnis. Ekki er ólíklegt að sitt sýnist hverjum í þessum efnum bæði þegnum hvers lands og stjómvöldum einstakra ríkja sem koma fram fyrir þeirra hönd á alþjóðavettvangi og vísast er að pólitískur hiti yrði í slrkri um- ræðu færi hún fram. Meðal annars af þessum sökum sýnist að mannréttinda- dómstólinn hafi við túlkun á 11. gr. mannréttindasáttmálans seilst furðu langt, ekki síst þegar haft er í huga það sem fyrr var rakið, að við gerð sáttmálans var því hafnað að 11. gr. ætti að vemda hið neikvæða félagafrelsi. Þær rök- semdir sem dómstóllinn færir fram fyrir þessari niðurstöðu sinni sýnast ekki verulega sannfærandi, og þótt þær verði ekki raktar hér skal þess þó getið að vitnað er í 20. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna niðurstöðunni til stuðnings, sem er þó eldri en mannréttindasáttmálinn, eins og fyrr greinir. Spyrja má með fullum rétti hvort hér sé ekki brotið blað og full langt gengið ekki síst þegar haft er í huga að um er að ræða alþjóðlegan dómstól með tak- markaða lögsögu, en túlkunarmöguleika slíkra dómstóla verður að telja þrengri en þegar ríkjadómstólar eiga í hlut. Hefur dómstóllinn hér tekið sér það vald sem hann ekki hefur samkvæmt lýðræðislegum leikreglum? Og spyrja má áfram, við hverju má næst búast haldi dómstóllinn áfram á sömu braut. Má t.d. búast við þeirri túlkun dómstólsins á ákvæðum sáttmálans um friðhelgi eignarréttar að hún kollvarpi 67. gr. íslensku stjómarskrárinnar, líkt og framangreindur dómur hefur kollvarpað 73. greininni? Ekki verður komist hjá því að álykta sem svo að full nauðsyn sé á því, að í aðildarríkjum Evrópuráðsins og í ráðinu sjálfu fari fram grundvallarumræða um þau mannréttindi sem aðildarríkin vilja halda uppi og treysta í sessi svo og um hlutverk og valdsvið mannréttindadómstólsins. 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.