Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 9
fyrri kröfuhafa og þeim atvikum eða athöfnum, sem leiddu til stofnunar hins upprunalega skuldarsambands að viðbættum framsalsgemingnum. Þess vegna þarf nýr gerningur að koma til svo að réttarsamband stofnist milli skuldara og seinni kröfuhafa (framsalshafa). Því horfir það til mikillar einföldunar og hagræðis að tala um og miða við aðildarbreytingu heldur en stofnun nýs réttar- sambands.3 1.3 Helstu ástæður kröfuhafaskipta Þess er áður getið, að aðilaskipti að kröfuréttindum geta orðið með hverjum þeim hætti, sem leitt getur til aðilaskipta að eignarréttindum almennt. Að því er kröfuhafaskipti varðar, þá er nærtækast að geta fyrst kröfuhafa- skipta, sem verða með löggerningi inter vivos. A framselur til C skuldakröfu sína á hendur B. Slíkt framsal getur verið hvort heldur sem er munnlegt eða skriflegt. Reglur kröfuréttarins um aðilaskipti að kröfuréttindum byggja að meginstefnu til á ólögfestum meginreglum, sem mótast hafa í tímans rás. Þó eru til skráðar réttarreglur um framsal tiltekinna kröfuréttinda, sbr. t.d. ákvæði IV. kafla laga nr. 30/1993, um neytendalán, sbr. lög nr. 101/1994 um breyting á þeim lögum; ákvæði tilskipunar frá 9. febrúar 1798, um áritun afborgana á skuldabréf; ákvæði víxillaga nr. 93/1933 og ákvæði tékkalaga nr. 94/1933.4 Kröfuhafaskipti geta orðið við erfðir og einnig dánargjafir, og vísast um það til erfðaréttar. Eins geta kröfuhafaskipti átt sér stað við fullnustugerðir skuldheimtumanna. og vísast um það til réttarfars. Loks er þess að geta að kröfuhafaskipti geta orðið við svokallaða subro- gation. Er þá átt við það tilvik, þegar þriðji maður greiðir kröfuhafa skuld til fullnaðar og gengur inn í þann rétt, sem kröfuhafi átti áður á hendur skuldara. Sjá til athugunar Hrd. 1987 693 (Heimir hf.). Meginreglan er sú, að það er ekki hvaða þriðji maður sem er, sem slíkt getur gert, heldur þarf eitthvert samband að vera á milli þriðja manns og skuldarans, t.d. solidarisk skulda- ábyrgð. Oviðkomandi þriðji maður getur þannig ekki greitt kröfuhafa skuldina og öðlast við það rétt kröfuhafa á hendur skuldara.5 3 Henrv Ussing, Obligationsretten, bls. 209-210; Þorgeir Örlygsson, Skuldaraskipti, bls. 20-21. 4 í lögum nr. 77/1993, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, er fjallað um aðilaskipti eða samruna fyrirtækja, atvinnurekstrar eða hluta atvinnurekstrar á hinu Evrópska efnahagssvæði, að svo miklu leyti sem atvinnureksturinn heyrir undir fslenska lögsögu, sbr. 1. gr. laganna. Sjá um það efni að öðru leyti Þorgeir Örlygsson, Skuldaraskipti, bls. 53-55. í IX. kafla húsaleigulaga nr. 36/1994 er fjallað um sölu leiguhúsnæðis, framsal leiguréttar, framleigu o.fl. Sjá um það efni að öðru leyti Þorgeir Örlygsson, Skuldaraskipti, bls. 26-30. í III. kafla laga nr. 80/1994, um alferðir, er fjallað um afpöntun, framsal og verðbreytingar á alferð. Sjá nánar 6. gr. þeirra laga. 5 Sjá t.d. Henry Ussing. Obligationsretten, bls. 210. 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.