Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 12
lausafjármunum, og b) skilyrt skilríki til peningagreiðslu á grundvelli tiltekins verðbréfs eða verðbréfa samkvæmt a) lið. Hugtakið „verðbréf4 í lögum þess- um hefur því víðtækari merkingu heldur en hugtakið „viðskiptabréf ‘ í framan- greindum skilningi.10 1.5.2 Ólík markmið framsalsreglnanna Reglumar um framsal almennra krafna annars vegar og viðskiptabréfakrafna hins vegar byg&ja á mismunandi sjónarmiðum og þjóna ólíkum tilgangi og markmiðum. Meginmarkmið reglna um framsal almennra krafna er að tryggja, að skyldur skuldara aukist ekki við framsalið. Meginmarkmið reglna um framsal viðskiptabréfakrafna er hins vegar að tryggja, að framsalshafinn fái framseldan þann rétt, sem bréfið ber með sér.* 11 Við framsal almennra krafna, sem stundum eru kallaðar einfaldar kröfur, öðlast nýi kröfuhafinn (framsalshafi) allan þann rétt, sem fyrri kröfuhafinn átti á hendur skuldara, og að jafnaði öðlast hann ekki meiri rétt gegn skuldara en framseljandi átti. Skyldur skuldarans eiga ekki að aukast við framsalið. Þess vegna getur skuldarinn borið fram allar þær sömu mótbárur við fram- salshafann, sem hann gat borið fram við framseljandann, hvort sem þær lúta að því að krafan hafi aldrei verið til, eða sé fallin úr gildi eða efni hennar breytt frá því, sem áður var. Þennan rétt til varna hefur skuldarinn að jafnaði, þótt framsalshafa hafi verið ókunnugt um mótbáruna, þegar framsalið fór fram.12 Sérreglur gilda um framsal viðskiptabréfa, og miða þær reglur að því að gera viðskipti með þau sem öruggust og tryggust. Þessar kröfur eru allar bréf- legar. I fáum orðum sagt er inntak þessara sérreglna að tryggja, að framsals- hafinn fái við framsalið þann rétt, sem bréfið bendir til að framseljandinn eigi. Framsalshafinn þarf því eingöngu að rannsaka sjálft viðskiptabréfið til þess að ganga úr skugga um rétt sinn. Af því leiðir, að framsalshafi getur öðlast meiri rétt en framseljandinn (viðsemjandi hans) átti, bæði gagnvart skuldara og gagnvart þriðja manni. Skuldarinn getur samkvæmt því glatað rétti gagnvart framsalshafa til þess að bera fyrir sig mótbáru, sem hann gat beitt gagnvart framseljanda, ef ekki verður séð af bréfinu, að þær mótbárur séu til, og þriðji maður getur glatað rétti yfir bréfinu, ef bréfið sjálft ber það ekki með sér, að hann eigi slfkan rétt.13 Þá ber og að hafa það í huga, að sjá nánar Ólafur Lárusson. Kaflar úr kröfurétti. bls. 59-61. 11 Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 76; Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 46. 12 Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 43; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 79. 13 Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 46; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 79. 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.