Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 12
lausafjármunum, og b) skilyrt skilríki til peningagreiðslu á grundvelli tiltekins
verðbréfs eða verðbréfa samkvæmt a) lið. Hugtakið „verðbréf4 í lögum þess-
um hefur því víðtækari merkingu heldur en hugtakið „viðskiptabréf ‘ í framan-
greindum skilningi.10
1.5.2 Ólík markmið framsalsreglnanna
Reglumar um framsal almennra krafna annars vegar og viðskiptabréfakrafna
hins vegar byg&ja á mismunandi sjónarmiðum og þjóna ólíkum tilgangi og
markmiðum. Meginmarkmið reglna um framsal almennra krafna er að
tryggja, að skyldur skuldara aukist ekki við framsalið. Meginmarkmið reglna
um framsal viðskiptabréfakrafna er hins vegar að tryggja, að framsalshafinn
fái framseldan þann rétt, sem bréfið ber með sér.* 11
Við framsal almennra krafna, sem stundum eru kallaðar einfaldar kröfur,
öðlast nýi kröfuhafinn (framsalshafi) allan þann rétt, sem fyrri kröfuhafinn
átti á hendur skuldara, og að jafnaði öðlast hann ekki meiri rétt gegn skuldara
en framseljandi átti. Skyldur skuldarans eiga ekki að aukast við framsalið.
Þess vegna getur skuldarinn borið fram allar þær sömu mótbárur við fram-
salshafann, sem hann gat borið fram við framseljandann, hvort sem þær lúta
að því að krafan hafi aldrei verið til, eða sé fallin úr gildi eða efni hennar
breytt frá því, sem áður var. Þennan rétt til varna hefur skuldarinn að jafnaði,
þótt framsalshafa hafi verið ókunnugt um mótbáruna, þegar framsalið fór
fram.12
Sérreglur gilda um framsal viðskiptabréfa, og miða þær reglur að því að
gera viðskipti með þau sem öruggust og tryggust. Þessar kröfur eru allar bréf-
legar. I fáum orðum sagt er inntak þessara sérreglna að tryggja, að framsals-
hafinn fái við framsalið þann rétt, sem bréfið bendir til að framseljandinn
eigi. Framsalshafinn þarf því eingöngu að rannsaka sjálft viðskiptabréfið til
þess að ganga úr skugga um rétt sinn. Af því leiðir, að framsalshafi getur
öðlast meiri rétt en framseljandinn (viðsemjandi hans) átti, bæði gagnvart
skuldara og gagnvart þriðja manni. Skuldarinn getur samkvæmt því glatað
rétti gagnvart framsalshafa til þess að bera fyrir sig mótbáru, sem hann gat
beitt gagnvart framseljanda, ef ekki verður séð af bréfinu, að þær mótbárur
séu til, og þriðji maður getur glatað rétti yfir bréfinu, ef bréfið sjálft ber það
ekki með sér, að hann eigi slfkan rétt.13 Þá ber og að hafa það í huga, að
sjá nánar Ólafur Lárusson. Kaflar úr kröfurétti. bls. 59-61.
11 Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 76; Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 46.
12 Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 43; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 79.
13 Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 46; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 79.
78