Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 15
framsalshafa, því næst í samskiptum framsalshafa og þriðja manns, og loks verður sérstaklega hugað að réttarstöðu skuldara. 2.2 Lögskipti framseljanda og framsalshafa 2.2.1 Meginreglur Framsal kröfu er afsalsgemingur, sem byggir á samningi eða loforði frá framseljanda til framsalshafa. Um skuldbindingargildi slíks samnings eða lof- orðs í millum aðila, þ.e. milli framseljanda og framsalshafa, gilda almennar reglur um skuldbindingargildi loforða.18 Framsal leiðir því aðeins til aðilaskipta að kröfuréttindum, að framseljandi hafi heimild til þess að ráðstafa réttindunum með þeim hætti, sem framsals- samningurinn gerir ráð fyrir. Framsalshafi þarf m.ö.o. að eiga þann rétt til kröfunnar, að hann geti framselt hana.19 Sjá nánar kafla 2.3.1. Sú meginregla gildir um framsal almennra krafna, að framsalshafi öðlast einungis þann rétt, sem framseljandi átti, og að jafnaði ekki meiri rétt.20 Sjá t.d. Hrd. 1987 348 (Oy Credit), þar sem m.a. segir: „hafði framsalið því einungis áhrif sem framsal almennrar kröfu, þ.e. framsalshafi öðlaðist ein- ungis þann rétt sem framseljandi hafði“. Þegar leysa þarf úr því, hvem rétt framsalshafi öðlast við framsalið, verður að sjálfsögðu fyrst og fremst að líta til þess, hvað ráðið verður af þeim samningi, sem liggur til grundvallar framsalinu. Réttarsamband framseljanda og framsalshafa lýtur að meginstefnu til þeim réttarreglum. sem almennt gilda um efndir og vanefndir samninga.21 Akvæði laga nr. 39/1922, um lausafjárkaup, eiga við, þegar seldar eru kröfur og önnur réttindi, eftir því sem við getur átt. Er þá að jafnaði lagt til grundvallar, að um kaup sé að ræða, þegar tiltekinn aðili, sem er handhafi kröfuréttinda, framselur réttindin í heild til annars aðila og fær í staðinn endurgjald í peningum.22 Ef um vanefndir er að ræða á skyldum framseljanda gagnvart framsalshafa, getur framsalshafi neytt heimilda af því tilefhi samkvæmt almennum reglum, t.d. rift samningi eða krafist skaðabóta.23 18 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 214; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 77. 19 Henry Ussing, Obiigationsretten, bls. 220; Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 44. 20 Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 44; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 79. 21 Sjá t.d. Bernhard Gomard. Obligationsret, bls. 68, 77 og 78. 22 Henry Ussing, K0b, Kaupmannahöfn 1967, bls. 2 og bls. 26-27. Anders Vinding Kruse, Kpbsretten, Kaupmannahöfn 1987, bls. 40; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 68. 23 Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 44-45; Bernhard Gomard, Obiigationsret, bls. 77-78. 81

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.