Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 32
ur dregin af slíku ákvæði um aðilaskipti með öðrum hætti en það tekur bein-
línis fram. Ástæður og markmið ákvæðisins geta þar skipt máli. Því þarf að
taka það til skoðunar hverju sinni, hvaða hagsmuni ákvæðið verndar.
Þær reglur, sem banna framsal kröfu með löggemingi, eru yfirleitt túlkaðar
þannig, að aðilaskipti vegna fullnustugerða skuldheimtumanna séu einnig
bönnuð. Ekki er þetta þó undantekningarlaus regla. Frá reglum, sem banna
fjárnám í eign, er ekki fortakslaust unnt að álykta sem svo, að þá sé jafnframt
bannað að framselja kröfuna með löggemingi. Verður nánar vikið að þessu
hér á eftir.
3.2.2 Almannahagsmunir
Ef takmörkun aðilaskipta samkvæmt lagaákvæði á sér rætur í „almanna-
hagsmunum“, má oft draga þá ályktun af ákvæðinu, að hvers konar aðilaskipti
séu útilokuð.
Þannig hefur verið talið, að af ákvæði, sem bannar framsal kröfu með lög-
gerningi, megi yfirleitt draga þá ályktun, að fullnustugerðir skuldheimtumanna
séu einnig óheimilar. Sjá t.d. 13. gr. laga nr. 30/1987, um orlof, en þar segir,
að framsal orlofslauna og flutningur milli orlofsára sé óheimill. Það hefur
m.ö.o. lrkurnar með sér, að bann við aðilaskiptum sé mjög víðtækt, ef um al-
mannahagsmuni er að ræða.
3.2.3 Tillitið til hagsmuna kröfuhafa
Eins og áður er rakið, getur ein af ástæðum þess, að tiltekin kröfuréttindi má
ekki framselja, verið tillitið til kröfuhafans, og þá vegna framfærslusjónarmiða.
Hafa sumir fræðimenn orðað það sjónarmið, að aðilaskipti geti ekki orðið að til-
teknum kröfum á sviði sifjaréttar og sviði opinbers réttar. Þær séu þess eðlis, að
þær verði hvorki framseldar, né geti skuldheimtumenn leitað fullnustu í þeim.69
Sem dæmi lagaákvæða af þessum vettvangi má nefna 61. gr. almannatrygg-
ingalaga nr. 67/1971 og 22. gr. laga nr. 29/1963 um Lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins. Sjá einnig 47. gr. aðfararlaga nr. 90/1989, en þar er mælt fyrir um
bann við fjárnámi í ýmiss konar kröfum gerðarþola um framfærslueyri.
styrki og lífeyri. Bannið er í gildi, þar til einn mánuður er liðinn frá gjalddaga
þeirra krafna, sem þar um ræðir. Bannið er í þessu tilviki stutt við sjónarmið
um nauðsyn þess að varna því, að fjárnám verði gert í greiðslum, sem ætlaðar
eru gerðarþola til framfærslu á ókomnu tímabili.70
Ymsar kröfur á sviði einkaréttarins geta haft veruleg áhrif á hag og afkomu
viðtakandans (kröfuhafa), rétt eins og er með kröfur á sviði opinbers réttar,
svo sem rakið var hér áðan með lífeyrissjóðs- og almannatryggingakröfur.
69 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 227.
70 Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 103.
98