Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 33
Þannig er þessu t.d. farið með vinnulaunakröfur og kröfur fyrir líkams- tjón.71 Vissar takmarkanir gilda því um aðilaskipti að þessum kröfum. Sam- kvæmt 45. gr. aðfararlaga nr. 90/1989 verður fjámám ekki gert í kröfu um ógreidd laun eða annað ógreitt endurgjald fyrir vinnu, nema liðinn sé mánuður frá lokum þess tímabils, sem unnið var til launanna eða endurgjaldsins. Þá verður fjárnám ekki gert í kröfu um eftirlaun, fyrr en mánuður er liðinn frá því hún varð gjaldkræf. Fjámám verður ekki gert í kröfu um laun í uppsagn- arfresti eða í bótakröfu vegna slita ráðningarsamnings, fyrr en mánuður er liðinn frá því hún varð gjaldkræf. Kröfum þeim, sem um ræðir í 45. gr. aðfararlaga, er aðeins veitt vemd um tiltekinn tíma frá því þær urðu til eða urðu gjaldkræfar. Er sú takmörkun komin til af því, að kröfur sem þessar njóta verndar vegna framfærsluþarfa gerðarþola. Ef krafa gerðarþola stendur inni hjá skuldara um einhvem tíma, eftir að unnt hefði verið að krefjast greiðslu hennar, er ljóst, að framfærslu- viðhorf geta ekki lengur réttlætt bann við fjámámi í henni. Er og möguleiki á því, að of víðtæk vemd þessara krafna geti verið misnotuð með málamynda- gerningum af hálfu gerðarþola. Kröfur samkvæmt 1. mgr. 45. gr. njóta verndar í einn mánuð frá lokum þess tímabils, sem unnið var til þeirra. Vemdin er þannig ekki háð gjalddaga krafnanna, heldur vinnutímabili, en nauðsyn ber til þessarar leiðar til að fyrir- byggja samninga milli gerðarþola og launagreiðanda um óeðlilegan gjaldfrest hins síðamefnda til að fyrirbyggja fullnustugerðir. I 2. mgr. 45. gr. er lagt bann við fjárnámi í kröfu gerðarþola um eftirlaun, en slík krafa nýtur vemdar í einn mánuð frá gjalddaga hennar. Styðst það við þau rök, að ekki sé sama þörf á að miða vemdartímabilið við önnur mörk en gjalddaga. I 3. mgr. 45. gr. er lagt bann við fjárnámi í kröfu gerðarþola til launa í uppsagnarfresti og bótakröfu hans vegna slita á ráðningarsamningi, þar til einn mánuður er liðinn frá gjalddaga viðkomandi kröfu. Hér ber að hafa í huga, að þótt fjárhæð bótakröfu af þeim toga, sem hér um ræðir, kunni að ráðast af missi vinnutekna á vissu ókomnu tímabili, yrði hún allt að einu komin í heild í gjalddaga við slit ráðningarsamnings, og byrjar því sá mánuður, sem ekki má gera fjárnám í kröfunni, að líða á því tímamarki. Löggjöfin hefur ekki nein almenn ákvæði um það, í hve miklum mæli unnt er að framselja Iaunakröfur. í 23. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, segir, að óheimilt sé starfsmanni að gefa út ávísanir á laun, sem ekki eru í gjalddaga komin, nema fjármálaráðuneytið veiti til þess samþykki sitt hverju sinni. Sú heimild má þó ekki fara fram úr fjórðungi árs- launa. Enginn vinnur rétt samkvæmt slíkri ávísun, nema samþykki sé fengið. Ef rök mæla með því að vemda skuldarann (launþega) gegn fullnustugerð- 71 Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 103. 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.