Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 37
3.3.2 Ákvæði í samningi við framsal kröfu Við framsal kröfu er með vissum skilyrðum einnig heimilt að kveða svo á, að framsalshafi megi ekki framselja kröfuna áfram. Fer um það eftir sömu reglum og almennt gilda að þessu leyti um eignarréttindi.77 Má í því sambandi geta þess, að heimild manns til ráðstöfunar eignar kann að vera takmörkuð vegna ákvæða í samningi. Þannig kann að koma fram í afsali, að afsalshafa sé óheimilt án samþykkis að selja, veðsetja eða leigja umrædda eign.78 3.3.3 Ákvæði í samningi eftir stofnun kröfu Samningar skuldara og kröfuhafa, eftir að til kröfu er stofnað, um takmark- anir kröfuhafaskipta eru hins vegar yfirleitt ekki bindandi fyrir skuldheimtu- menn kröfuhafa.79 3.4 Eðli kröfu og tillitið til skuldara Það getur varðað skuldara miklu í vissum skuldarsamböndum, hver kröfu- hafi hans er. Það kann að hafa verið ákvörðunarástæða hjá skuldara fyrir því að ganga í tiltekið skuldarsamband, að hann var að semja við tiltekinn kröfu- hafa. Er hér yfirleitt um samninga að ræða, sem leiða til verulegra persónu- legra samskipta kröfuhafa og skuldara. Þessir samningar eru þess eðlis, að skuldari hlýtur að jafnaði að leggja áherslu á, hver kröfuhafinn er, eins og oftast er í vinnuréttarsamböndum og þegar um leigu á húsnæði er að ræða. Leigusala varðar það miklu, hver leigutaki er, og launþega skiptir það höfuð- máli, hjá hverjum hann er að ráða sig til vinnu. Sjá kafla 1.4 hér að framan. Tillitið til skuldara veldur því samkvæmt framansögðu, að um sumar kröfur gildir sú frávíkjanlega regla, að aðilaskipti að þeim eru óheimil. Þannig getur vinnuveitandi t.d. ekki framselt kröfu sína á hendur starfsmanni um vinnu, og leigutaki getur almennt ekki framselt kröfu sína um afnot fasteignar eða lausafjár. Um frávik frá þessari reglu getur þó verið að ræða, sbr. t.d. XV. kafla gjaldþrotaskiptalaga nr. 21/1991, en samkvæmt 1. mgr. 91. gr. laganna er þrotabúi heimilt að taka við réttindum og skyldum þrotamanns eftir gagn- kvæmum samningi.80 Rekstur félags með ótakmarkaðri ábyrgð byggist upp á mjög nánu samstarfi aðila, og þar er ábyrgð félagsmanna persónuleg og solidarisk, þ.e.a.s. einn fyrir alla og allir fyrir einn. Samkvæmt því verður að ætla, að eignarhluti ein- 77 Sjá Ólafur Lárusson, Eignaréttur I, bls. 17 o. áfr. 78 Sjá nánar Þorgeir Örlygsson, Þinglýsingar, Reykjavfk 1993, bls. 132-133. 79 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 228-229. 80 Sjá nánar Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 227-228. 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.