Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 41
Ef um veðsetningu er að ræða, eða framsal til tryggingar, þá leggur fram- salssamningurinn venjulega ekki á hendur framsalshafa skylduna til að efna samninginn fyrir hönd framseljanda. Sem dæmi má nefna, að bifreiðaumboð selur kaupanda bifreið og með fylgir, að umboðið á að veita kaupandanum vissa þjónustu. Kaupandinn á að greiða hluta kaupverðsins í framtíðinni. Um- boðið framselur réttinn til kaupverðsins til framsalshafa. Hér yrði framselj- andinn eftir sem áður að veita kaupandanum hina umsömdu þjónustu. Sumar skyldur, þar á meðal peningaskyldur, eru þess eðlis, að þær getur hver og einn gjaldfær aðili efnt. Aðrar skyldur eru hins vegar þannig, að þær verða einungis efndar af þeim, sem til þess hafa ákveðna þekkingu eða aðstöðu. Ef framsalshafi í dæminu, sem nefnt var hér að framan, væri t.d. banki, er hann síður fær um að veita kaupandanum þá þjónustu, sem hann á kröfu til frá viðsemjanda sínum.91 Að því er varðar réttarstöðu framseljanda og framsalshafa, þá veltur það auðvitað fyrst og fremst á samningi þeirra, hvem rétt framsalshafinn fær og að hve miklu leyti hann gengur inn í réttindi og skyldur framseljandans. Þá getur eðli samningssambandsins á milli framseljanda og skuldara skipt miklu máli um það, hver réttur og skylda framsalshafa verður. 3.5.3 Réttarsamband framseljanda og skuldara Það er almenn regla, að framsalið má í engu skerða rétt skuldarans. Þess vegna verður framseljandinn áfram skuldbundinn gagnvart skuldaranum, sbr. t.d. 25. gr. siglingalaganna, sem áður er getið. Skiptir í þessu sambandi engu máli, hvemig þeir hafa samið framsalshafi og framseljandi. Þótt þeir hafi svo samið, að framsalshafinn skuli greiða skuldara endurgjaldið fyrir greiðslu þá, sem skuldarinn á að inna af hendi, þá rofnar í engu samhengið milli greiðsln- anna, og framseljandinn verður áfram ábyrgur gagnvart skuldara. Sjá Hrd. 1980 1396.92 Hugsunin að baki þessari reglu er sú, að það eigi að vera útilokað fyrir framseljandann að losna undan skyldum sínum við skuldarann með því að semja einhliða við framsalshafa.93 Ef framseljandinn (upphaflegur kaupandi) lendir í slíkum fjárhagsvandræð- um, sem um getur í 39. gr. kpl., getur skuldarinn (seljandi) notfært sér stöðv- unarrétt samkvæmt þeirri grein og neitað af afhenda hina umsömdu greiðslu.94 91 Bernluird Gomard, Obligationsret, bls. 93. 92 Sjá reifun dóms þessa hjá Þorgeiri Oriygssyni. Skuldaraskipti, bls. 29-30. 93 Sjá nánar Bernhard Gomard, Obiigationsret, bls. 92-93 og Henry Ussing, Obligations- retten, bls. 232. 94 Bernhard Gomard. Obligationsret, bls. 93. í þessu sambandi má nefna dóm í UfR. 1938 242: Með samningi 15. október 1936 seldi A tvo kolafarma til B. í febrúar 1937 seldi B svo 107
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.