Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 48
Hver, sem þröngvar kvenmanni, er ekki hefir neitt óorð á sér, til samræðis við sig með
ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þegar í stað, sem henni mundi búinn lífsháski af, skal
sæta hegningarvinnu ekki skemur en 4 ár eða lífláti ef mjög miklar sakir eru. Sé slík
meðferð höfð á kvenmanni, sem óorð er á, þá skal beita vægari hegningu að tiltölu, ekki
samt vægari en 2 ára betrunarhúsvinnu.
Með lagabreytingu árið 1928 var líflátshegningarákvæðinu breytt í ævilanga
hegningarvinnu.
Nauðgunarákvæðið í hegningarlögunum frá 1940, sem gilti óbreytt til ársins
1992 var svohljóðandi:
Ef kvenmanni er þröngvað til holdlegs samræðis með ofbeldi eða frelsissviptingu, eða
með því að vekja henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar sjálfrar eða náinna
vandamanna hennar, þá varðar það fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum
eða ævilangt.
Ljóst er af framansögðu að litið er á nauðgun sem mjög alvarlegt afbrot og
samkvæmt lögum geta viðurlög verið mjög þung. Hins vegar er athyglisvert
að refsimörk hafa verið milduð frá því sem áður var og með lagabreytingunni
1992 var refsihámarkið ævilangt fangelsi fellt niður. í greinargerð með frum-
varpinu er ekki að finna rökstuðning fyrir því, en vísað til danskra, norskra
og sænskra refsilaga. Nefnd sú sem samdi frumvarp til laga um breytingar á
XXII. kafla hegningarlaganna og lagt var fyrir Alþingi árið 1991 lagði til að
194. gr. yrði tvískipt, þ.e.a.s. almennt ákvæði með 10 ára fangelsi sem hámark
og refsihækkunarákvæði, sem beita átti væri hættuleg aðferð notuð við verkn-
aðinn eða sakir miklar að öðru leyti, og skyldi refsing þá vera ekki skemmri
en 1 árs fangelsi og allt að 16 árum. Allsherjamefnd Alþingis leitaði umsagnar
ýmissa sem um mál þessi fjalla og að fengnum þessum umsögnum lagði nefndin
til að lagagreinin yrði á þann veg sem síðar var samþykkt á Alþingi. Segir í
nefndarálitinu að þetta væri gert þar sem ástæða þótti til að óttast, m.a. með
hliðsjón af þeim umsögnum sem borist hefðu, að sú breyting sem lögð væri til
í frumvarpinu leiddi til refsilækkunar almennt fyrir nauðgunarbrot.
I þessu samhengi þykir rétt að gera grein fyrir því, að nefndinni barst meðal
annars umsögn frá nokkrum dómurum við sakadóm Reykjavíkur um frum-
varpið. Umsögn dómaranna um 2. gr. frumvarpsins, sent breyta átti 194. gr.
laganna, var svohljóðandi:
Að okkar áliti eru ekki efni til að hagga við refsimörkuin 194. gr. almennra
hegningarlaga á þann hátt sem gert er í frumvarpinu, sérstaklega að þrengja
lágmarksrefsiákvæði greinarinnar svo að það eigi aðeins við þegar miklar sakir eru.
Mundi það leiða til lægri refsingar fyrir nauðgun, en athugun okkar leiðir í ljós, að
skírlífisbrotum hefur farið fjölgandi hin síðari ár. Teljum við ekki rétt að bregðast við
því með því að lækka viðurlög fyrir þau. Leggjum við til að hámarksrefsing fyrir
nauðgun verði 16 ára fangelsi og almennt refsilágmark verði 1 ár, en lágmarksrefsing
114