Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 61

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 61
2.2 Birtingar póstmanna Hagnýting þjónustu póstmanna við birtingu stefna hefur í framkvæmd verið ákveðnum annmörkum háð. í b lið 1. mgr. 83. gr. EML er kveðið á um að póstmaður votti afhendingu bréfs sem inniheldur samrit stefnu en í a lið sömu málsgreinar er hins vegar kveðið á um að stefnuvottur eða lögbókandi votti birtingu stefnu. Ef neitað er að taka við stefnu úr hendi póstmanns hefur borið á því að birting hafi ekki farið fram. I slíkum tilvikum hefur vottorð um árangurslausa birtingu verið gefið út. Þannig virðast póstmenn, gagnstætt stefnuvottum, hafa talið sér óheimilt að votta birtingu ef móttöku er neitað. Oljóst er hvort efnislegur munur er á heimildum póstmanna og stefnuvotta að þessu leyti þar sem ekki er tekið af skarið um þetta í greinargerð. Til þess að það nýmæli sem fólst í birtingum póstmanna geti öðlast fastan sess í framkvæmd þyrfti að eyða þeim vafa sem leiðir af mismunandi orðalagi a og b liðar 1. mgr. 83. gr. EML. Yrði það best gert með því að taka af skarið um að póstmenn hefðu sömu heimildir og stefnuvottar í þessum efnum. 2.3 Skjalaskrá Næst er að nefna ákvæði 95. gr. EML um skjalaskrá. Þar er kveðið á um að við þingfestingu skuli stefnandi leggja fram skrá yfir þau skjöl sem hann leggur þá fram. Skránni er ætlað að koma í stað upptalningar gagna í greinar- gerð stefnanda sem lögð var af með lögfestingu nýju laganna. Efalítið er þetta gert í þeim tilgangi að auðvelda dómara og aðilum yfirsýn yfir málið. I einföldum skuldamálum er þetta ákvæði til verulegra trafala. Ef mál til heimtu viðskiptabréfskröfu er tekið sem dæmi þá felur framlagning skrárinnar í sér að dómskjölunum fjölgar og verða þrjú í stað tveggja áður; stefnunnar og viðskiptabréfsins. Næsta augljóst er að ekki er þörf á sérstakri skrá í slíkum tilvikum. í Ijósi þessa er hér með lögð til sú breyting að ekki verði skylt að leggja fram skrá sé framlagðra skjala nægilega getið í stefnu. 3. ÁKVÆÐI AÐFARARLAGA Með lögum um aðför nr. 19/1989 AFL urðu miklar og margvíslegar breyt- ingar á reglunt um aðför. Flestar breytinganna virðast hafa tekist vel. Nokkur atriði er einkum snúa að framkvæmd laganna hafa þó orðið tilefni til hug- leiðinga um hvort breyta mætti lögunum eða framkvæmdinni þannig að skil- virkni ykist. Ferill aðfaramála hefur orðið til ntuna flóknari, bæði fyrir gerðar- beiðendur og sýslumenn og hafa skapast af þessu nokkur þyngsli í fram- kvæmd. Á móti kemur að meðferð málanna hefur orðið vandaðri. 3.1 Nýjar aðfararheimildir í 1. gr. AFL er fjallað um aðfararheimildir. Þær eru flokkaðar niður og felast í sumum töluliðum 1. mgr. greinarinnar sjálfstæðar aðfararheimildir en aðrir 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.