Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 64

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 64
með því að auka við mannskap í lögregluliðum þannig að þau ráði við að sinna þessum auknu verkefnum. Urræði aðfararlaga til að tryggja framgang aðfarar eru áhrifarík. Þau áhrif eru þó háð því að virðing sé borin fyrir úrræðunum og menn megi almennt vænta þess að ekki sé látið átölulaust að þeir hunsi fjárnámsboðun. Ef fjár- svelti sýslumannsembætta leiðir til þess að kerfið glati tiltrú manna er hætt við því að varanlegur skaði verði unninn á því. 3.4 Upphafsstaður aðfarar Aðför má hefja á skrifstofu sýslumanns, skv. 22. gr. AFL, hafi boðun verið send. Hafi það ekki verið gert er rétt að hefja aðförina þar sem líklegast er að náist til gerðarþola sbr. 2. mgr. greinarinnar. Ekki kemur fram hverju það varði ef aðfarargerð hefur hafist á skrifstofu sýslumanns þegar tilkynning hefur ekki verið send en gerðin síðan flutt á þann stað þar sem líklegast er að náist til gerðarþola. Lagagreinin virðist fyrst og fremst að eiga að styðja 24. gr. AFL er lýtur að lyktum gerðar. Með hliðsjón af því verður að telja að það hafi ekki sjálfstæða þýðingu hvar gerð byrjar svo fremi að henni ljúki með réttum hætti og má um það vísa til athugasemda í greinargerð með ákvæðunum. Orðalag 22. gr. AFL gæti hins vegar gefið tilefni til málaferla um formsatriði sem virðast enga þýðingu hafa að lögum. Til þess að taka af öll tvímæli í þessu sambandi væri rétt að bæta við greinina ákvæði um að það varði ekki ógildi aðfarar þótt hún byrji á einhverjum öðrum stað en þar er tilgreindur svo fremi sem henni ljúki í samræmi við 24. gr. laganna. 3.5 Hvar ljúka má aðför Rétt er að vekja ntáls á efni næstsíðasta málsliðar 3. mgr. 24. gr. Þar er mælt fyrir um með ófrávrkjanlegum hætti að ekki megi ljúka gerð án nærveru gerðarþola og án þess að honum hafi sannanlega borist tilkynning nema því aðeins að það sé gert á skráðu heimili eða aðsetri gerðarþola. Aður en til slíkra málaloka kemur skal fullreynt að ekki náist til gerðarþola eða hagsmunir gerðarbeiðanda af slíkum málalyktum séu það miklir að mati sýslumanns að hann samþykki þessa aðferð án þess að reyna frekar að ná til gerðarþolans. Þessi leið getur átt við þegar reynt hefur verið að boða gerðarþola til gerð- arinnar bæði með atbeina sýslumanns og lögreglu. Stundum er fullljóst orðið að hvorki gerðarþoli né nokkur er málstað hans getur tekið finnst á skráðu heimili en allt að einu þarf samkvæmt ákvæðum laganna að fara við þriðja mann í ferðalag til að ljúka gerðinni. Slíkt kallar einungis á sams konar mis- notkun á réttarfarinu og þekktist hér áður fyrr þegar fulltrúar sýslumanna voru orðnir þrautæfðir í því að ferðast um umdæmi sitt í huganunt. Með hliðsjón af framangreindu er lagt til að lokamálslið 24. gr. verði breytt þannig að gerð megi einnig ljúka á skrifstofu sýslumanns sé einsýnt að niati hans að það þjóni ekki tilgangi að fara á skráð heimili gerðarþola til að ljúka gerð þar. 130
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.