Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 65
3.6 Virðingar Gert er ráð fyrir því sem meginreglu samkvæmt 2. mgr. 38. gr. AFL að sýslumenn virði sjálfir þær eignir sem annar málsaðila telur óvíst hvers virði séu nema annar hvor krefjist mats sérfróðra virðingarmanna. í framkvæmd hefur orðið vart við tregðu fulltrúa sýslumanna við að framkvæma virðingar sjálfir. Slíkt er slæmt þar sem kostnaður tilkvaddra virðingarmanna er oft mjög mikill. Auk þess ættu þessir embættismenn, starfa sinna vegna, að vera fullfærir um að virða venjulegar fasteignir og bifreiðar. Einhver tilvik hafa komið upp þar sem til hafa verð kvaddir aðrir löglærðir fulltrúar viðkomandi embætta til að virða en telja verður að það brjóti augljóslega í bága við lögin. A hinn bóginn getur umfang virðingar orðið mjög mikið auk þess sem sú aðstaða getur komið upp að báðir málsaðilar eru sammála um að una virðingu sýslumanns þar sem sýslumaður telur sjálfan sig alls ekki færan um að virða. í slíkum tilvikum skortir ákvæði sem heimilar sýslumanni að skorast undan því að framkvæma virðingu. Slik heimild yrði þó að vera með ströngum skilmálum svo að hún yrði ekki misnotuð. 3.7 Abendingarréttur við virðingar Gerðarþoli á skv. 39. gr. AFL að meginstefnu til rétt á að benda á andlag til fjámáms. Fyrir hefur komið að gerðarþoli reyni að verjast árangurslausu fjárnámi með því að benda á eina eign í einu og krefjast virðingar á hverri fyrir sig. Þetta getur bæði verið mjög tímafrekt og gert fjárvana gerðarbeið- endum nánast ómögulegt að ná fram árangurslausu fjárnámi vegna kostnaðar. I framkvæmd þekkist það að reynt sé að fá gerðarþola til að benda á allar eignir sínar og að síðan sé beðið um virðingu á svo miklu að nægi til trygg- ingar kröfu gerðarbeiðanda. Ef hann er ófáanlegur til þess er vandi á höndum og væri þarft að gerðarbeiðendum yrði lögfestur réttur til að krefjast slíkrar heildarvirðingar. 4. ÁKVÆÐI NAUÐUNGARSÖLULAGA Þrátt fyrir að ýmis atriði í lögum um nauðungarsölu nr. 90/1991 NSL og framkvæmd þeirra hafi orðið tilefni ágreinings hefur þeim tilvikum sem helst hafa vakið áhuga höfunda fækkað. Dæmi um slíkt er úrlausn Hæstaréttar frá 24. janúar 1994 um túlkun 2. mgr. 12. gr. NSL um stöðu dráttarvaxta í veðröð. Eftir standa þó tvö atriði er lúta að nauðungarsölu á fasteignum sem rétt er að víkja að. 4.1 Aðfararbann í 2. mgr. 43. gr. NSL er kveðið á um aðfararbann meðan á sölutilraunum á almennum markaði stendur. Vilji löggjafans virðist hafa staðið til þess að koma í veg fyrir að veðbönd ykjust á eign á meðan reynt er að koma henni í verð á almennum markaði. Ohægara yrði að ráðstafa henni ef veðhöfum fjölgaði. í þess stað eigi gerðar- 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.