Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 66
beiðandi að gera fjárnám í réttindum gerðarþola til söluandvirðisins. Til að
verjast þeirri aðstöðu að slíkt fjárnám falli óbætt hjá garði ef sölutilraun lýkur
án sölu, hefur þeirri hugmynd síðan verið hreyft, að til vara sé gert fjárnám
í fasteigninni sjálfri.
Nauðungarsala á almennum markaði er býsna fátíð. Engin eign hefur verið
seld, á þeirri stundu sem þetta er ritað, samkvæmt þessu réttarúrræði í Reykja-
vík frá setningu nýju laganna. Það er skoðun höfunda að það hagræði sem
felst í aðfararbanni 2. mgr. 43. gr. við nauðungarsölu á almennum markaði
sé mikið minna en óhagræðið sem af banninu hlýst við framkvæntd aðfarar-
gerða almennt. Fyrst er þess að geta að láðst hefur að tryggja að fjárnáms-
beiðendunr sé kunnugt unr sölutilraunir sýslumanns enda er ekki skylt að
þinglýsa yfirlýsingu þar að lútandi á eignina. í öðru lagi segja lögin ekkert
um það hvað verður um fjárnám sem í góðri trú er gert í trássi við laga-
ákvæðið.
Tvennt er til ráða, annað hvort að setja ákvæði í lög um skyldu sýslumanns
til að þinglýsa yfirlýsingu um sölutilraun á almennum markaði eða fella
ákvæðið um aðfararbann úr lögum.
4.2 Frestur til að semja frumvarp til úthlutunar söluandvirðis
I 50. gr. NSL er fjallað um frumvarp til úthlutunar á söluverði. í greinargerð
með frumvarpinu er sagt að hraða beri frumvarpsgerð. Rökin fyrir því eru
m.a. að lyktir um viðurkenningu og tjárhæðir einstakra veðkrafna geti greitt
mjög fyrir kaupanda að því leyti sem hann ráðgerir að greiða söluverð með
öðru en peningagreiðslu til sýslumanns.
Telja verður það verulegan galla á lögunum að ekki er settur sérstakur tíma-
frestur á gerð frumvarps. Borið hefur á að samning frumvarpa hafi setið á
hakanum hjá störfum hlöðnum starfsmönnum stærstu sýslumannsembættanna.
Oft er því raunar borið við að frumvarpsgerð strandi á skorti á upplýsingum
um kröfur veðhafa þrátt fyrir að lög standi ekki til þess að stöðva mál af
þeim sökum sbr. 4. mgr. 50. gr. NSL.
Þetta veldur því að gerðarbeiðendur verða sífellt að vera á varðbergi gagn-
vart því að mál þeirra stöðvist, eftirgrennslanir þeirra valda ónæði hjá sýslu-
mannni og hætt er við að mestu málafylgjumennirnir verði afgreiddir á undan
öðrum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu óheppileg sú skipan mála er.
Lagt er því til að lögfest verði sú regla að innan mánaðar frá samþykki
boðs skuli frumvarp vera komið fram.
5. LOKAORÐ
Hér hefur verið fjallað um nokkur atriði höfundum hugleikin í þeim tilgangi
að vekja lesendur til umhugsunar. Ýmis fleiri atriði hefði sem best mátt tína til
en markmiðið var ekki að tæma umfjöllunarefnið og þykir nóg að gert að sinni.
Ymsir hafa liðsinnt við samningu greinarinnar og eru þeini færðar þakkir
fyrir.
132