Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 68
Á félagaskrá eru nú yfir 800 félagsmenn. Félagsgjald hefur verið óbreytt
sl. þrjú ár, kr. 2.900, en þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr vanskilum verður
þó að telja þau óviðunandi.
Formlegir stjórnarfundir voru alls 12.
Framkvæmdastjóri félagsins Ragnhildur Amljótsdóttir hefur sagt starfi sínu
lausu og færði formaður henni bestu þakkir fyrir vel unnin störf og kvað þær
væntingar sem gerðar hefðu verið til hennar hafa staðist.
Að lokum þakkaði formaður samstarfsmönnum fyrir samstarfið og tók fram
að þeir hefðu gengið frant af eldspúandi áhuga.
Fundarstjóri gaf síðan gjaldkera félagsins Sigríði Ingvarsdóttur héraðsdómara
orðið og gerði hún grein fyrir endurskoðuðum reikningum félagsins fyrir
tímabilið 1. okt. 1992 til 30. sept. 1993. Gjaldkerinn skýrði reikningana ítarlega,
en fram koma að tekjur námu alls kr. 3.210.795 og gjöld kr. 1.751.118. Tekjur
umfram gjöld voru því kr. 1.459.677. Eigið fé í lok tímabilsins var kr. 5.504.365.
Ásdís J. Rafnar hdl. framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga fór síðan yfir
endurskoðaða reikninga tímaritsins, en þeir miðuðust við tímabilið 1. jan. til 31.
des. 1992. Heildartekjur voru kr. 3.271.549 en gjöld kr. 1.681.263 og tekjur
umfram gjöld því kr. 1.590.286. Eigið fé 31. desember 1992 var kr. 6.077.894.
Orðið var gefið laust um skýrslu stjórnar sem og reikninga félagsins en þar
eð enginn tók til máls voru reikningamir bomir undir atkvæði og voru þeir
samþykktir.
Þá var gengið til stjómarkjörs. Fráfarandi formaður Gunnlaugur Claessen
ríkislögmaður gaf kost á sér til endurkjörs og var hann kjörinn með lófataki.
Sama var um varaformann Dögg Pálsdóttur skrifstofustjóra. Ásdís J. Rafnar
hdl. baðst undan endurkjöri í stjórn. Tillaga stjórnar um meðstjórnendur hlaut
samþykki fundarins en þeir voru Helgi Jóhannesson hdl., Ingvar J. Rögn-
valdsson skrifstofustjóri, Kristín Briem hdl„ Markús Sigurbjömsson prófessor
og Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari.
I varastjórn voru kjömir Amljótur Bjömsson prófessor, Eiríkur Tómasson
hrl., Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari, Hrafn Bragason hæstaréttardóm-
ari, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl„ Stefán Már Stefánsson prófessor og Þór
Vi lhj álmsson hæstaréttardóm ari.
Endurskoðendur voru kjörnir Guðmundur Skaftason fyrrv. hæstaréttardóm-
ari og Helgi V. Jónsson hrl. Varaendurskoðendur voru kjömir Allan V. Magn-
ússon héraðsdóntari og Sigurður Baldursson hrl.
Að loknu stjórnarkjöri þakkað formaður það traust sem félagsmenn sýndu
nýkjörinni stjórn. Þá flutti hann Ásdísi J. Rafnar þakkir fyrir ánægjulegt sam-
starf og bauð Kristínu Briem velkomna til starfa.
Fundarstjóri þakkaði síðan fundarsókn og sleit fundi.
Svo samandregið og endursagt
Ingvar J. Rögnvaldsson
fundarritari
134