Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 70
kaffi á Setrinu á Holiday Inn. Frummælandi var Ellert B. Schram, ritstjóri
DV. Umræðuefni: „Hver er siðferðileg ímynd lögfræðinga?“ Fundargestir voru
29.
6. Hinn 2. mars var haldinn fundur í Lögbergi um fundarefnið: „Staða karla
og kvenna í nútíma þjóðfélagi. Umræða um jafnréttismál. Nöldur eða nauð-
syn?“ Frummælendur voru: Birna Hreiðarsdóttir (lagareglur og viðhorf innan
EB til jafnréttismála með hliðsjón af EES-samningnum), Hrafnhildur Stefáns-
dóttir (vinnumarkaðurinn og jafnréttismálin) og Ragnhildur Benediktsdóttir
(kærunefnd jafnréttismála). Fundargestir voru 28.
7. Hinn 25. mars var haldinn fundur í Lögbergi. Fundarefni: „Frumvarp til
veðlaga“. Frummælendur voru Þorgeir Örlygsson, prófessor, Jakob R. Möller,
hdl. og Stefán Melsteð, forstöðumaður lögfræðideildar Iðnlánasjóðs. Fundar-
gestir voru 49.
8. Hinn 15. apríl var haldinn fundur í Lögbergi. Fundarefni: „Frumvarp til
stjómsýslulaga“. Frummælandi var Eiríkur Tómasson, hrl. Þátttakendur í pall-
borðsumræðum auk framsögumanns voru: Bjöm Þ. Guðmundsson, prófessor,
Gunnar J. Birgisson. hdl. og Páll Hreinsson, aðstoðarmaður umboðsmanns
Alþingis. Fundarmenn voru 76.
9. Hádegisverðarfundur var haldinn 27. maí 1993 í Komhlöðunni við
Lækjarbrekku. Fundarefni: „Kynning á nýrri samkeppnislöggjöf'. Framsögu-
menn voru Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri og Vilhjálmur Egilsson, al-
þingismaður. Fundargestir voru 52.
10. Hinn 23. september 1993 var haldinn fundur í Lögbergi. Fundarefni:
„Frumvarp um lögfestingu mannréttindasáttmála Evrópu". Framsögumenn
voru Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra og Björn Bjamason, al-
þingismaður. Fundargestir voru 38.
11. Málþing félagsins var haldið á Hótel Selfossi laugardaginn 16. október
og stóð frá kl. 10:00 til kl. 17:00. Þá voru bornar fram léttar veitingar.
Að þessu sinni var umfjöllunarefni málþingsins á sviði skaðabótaréttar.
Kynnt voru ný skaðabótalög nr. 50/1993. Ráðstefnustjóri var Dögg Pálsdóttir,
skrifstofustjóri. Fyrir hádegi fluttu framsöguræðu: Guðný Bjömsdóttir, hdl.
um efnið: „Bætur fyrir líkamstjón", Arnljótur Björnsson, prófessor um efnið:
„Brottfall skaðabótaréttar og endurkröfur“ og Gestur Jónsson, hrl. (flutt af
Gunnari Jónssyni, hdl.) um efnið: „Lækkunarheimildir skaðabótalaga (lækkun
á grundvelli velferðarsjónarmiða, 23., 24. og 25. gr. laganna)“. Þá voru al-
mennar umræður.
Eftir hádegi fluttu erindi Ragnar H. Hall, hrl. um efnið: „Hlutverk örorku-
nefndarinnar“, Allan V. Magnússon, héraðsdómari um efnið: „Tengsl eldri
réttar og yngri, hugleiðing um millibilsástand" og Már Pétursson, héraðs-
dómari og Hrefna Friðriksdóttir, hdl. um efnið: „Ahrif nýrra skaðabótalaga á
hlutverk/störf dómstóla og lögmanna“. Eftir það fóru fram umræður og fyrir-
spurnum var svarað.
Málþing þetta var undirbúið af sérstakri málþingsnefnd innan stjórnar
136