Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 5

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 5
Hér er komið að grundvallaratriði, þ.e.a.s. valdmörkum dómsvalds og lög- gjafarvalds. Hafa verður í huga, að vegna þeirrar skyldu, sem dómstólum er á herðar lögð, að skera úr þeim deilum, sem til þeirra er réttilega skotið, er þeim í stöku tilviki nauðsyn að byggja niðurstöðu sína á reglum sem þeir verða sjálf- ir að móta eða túlka, vegna þess að settum lögum er ekki til að dreifa. Þessi nauðsyn er margkunn, en verður í eðli sínu alltaf ill, vegna þess að hún hefur það í för með sér að dómsvaldið fer í raun inn á svið löggjafans. En nauðsynin stafar einfaldlega af því, að dómari getur ekki vísað frá sér deiluefni á þeim forsendum að lögum sé ekki til að dreifa, sem byggja megi lausn þess á. Enginn vafi leikur á því, að með þetta vald sitt ber dómurum að fara eins sparlega og kostur er. Dómarar eru ekki handhafar löggjafarvaldsins og þeir bera ekki póli- tíska ábyrgð líkt og handhafar þess. Dómarar eru skipaðir til lífstíðar og njóta vemdar stjómarskrárinnar. Fáir myndu kjósa að svo væri um handhafa lög- gjafarvaldsins. Allir sjá til hvers ófamaðar það myndi leiða ef löggjafarvaldið yrði tvískipt í landinu, enda þótt í litlum mæli væri. Eflaust er það svo að ný tíð er að renna upp í erlendum samskiptum íslend- inga. Þótt hér skuli engu spáð þá er ekki ólíklegt að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið marki aðeins upphaf þess tíma. Fjárfestingar erlendra manna og félaga hér á landi em hafnar og munu væntanlega ryðja sér til rúms í auknum mæli. Þessar nýju aðstæður kalla að nokkm leyti á nýja þekkingu og ný vinnu- brögð bæði dómara og lögmanna. Þótt nokkur viðbúnaður hafi verið viðhafður til að mæta nýjum aðstæðum þá verður varla annað sagt en bæði dómarar og lögmenn séu vanbúnir til þess að glíma við þær. Þær raddir hafa heyrst að dómsvaldið sé að hluta til á leið út úr landinu, þó ekki mjög háværar. Þær kunna samt að hafa haft nokkur áhrif, þegar Mannréttindasáttmáli Evrópu var lögtek- inn með lögum nr. 62/1994, en í 2. gr. laganna er kveðið á um það, að úrlausn- ir Mannréttindanefndar Evrópu, Mannréttindadómstóls Evrópu og Ráðherra- nefndar Evrópuráðsins séu ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Óvíst er hvaða þýðingu þetta lagaákvæði hefur í raun og má um það vfsa til ágætrar greinar Dóm Guðmundsdóttur sem birtist í 3. hefti þessa tímarits 1994. Reynd- ar var það svo að fyrir lögtöku mannréttindasáttmálans var iðulega til hans litið bæði í málflutningi og dómum, enda Islendingar bundnir af honum að þjóða- rétti. Ekki verður því séð að staða dómsvaldsins hafi breyst að neinu marki vegna lögtökunnar. Samfara aðild Islands að Evrópska efnahagssvæðinu vom sett lög um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið nr. 21 frá 21. febrúar 1994. Þar er kveðið á um að dómari geti kveðið upp úrskurð um að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins þegar þarf að taka afstöðu til skýringar á samningnum í máli sem rekið er fyrir héraðsdóm- stóli. Þetta á einnig við um Hæstarétt. Hér er um að ræða heimild til handa dómara en ekki skyldu. Þegar þetta er ritað hefur ekki enn reynt á þessi lög, en vafalaust er að það mun verða í framtíðinni. í hve miklum mæli getur tíminn einn leitt í ljós. Tilkoma EFTA-dómstólsins leiðir þó væntanlega til þess að þar 109

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.