Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Qupperneq 14
hljóðan tæki Svalbarðasamningurinn aðeins til 4 sjómílnannna en ekki 200,
hann bæri að túlka þröngt og því gætu önnur samningsríki ekki átt neinn rétt
samkvæmt honum á 200 sjómflna hafsvæðinu eða landgrunninu undir því.
Hér var vitanlega aðeins um hugkvæma lagagjörð að ræða sem færa átti
Norðmönnum nær milljón ferkflómetra fiskimið á silfurfati um alla framtíð.
Fjarri öllu lagi er að lögin um efnahagslögsögu við meginland Noregs geti
verið lagastoð tilskipunar um fiskverndarsvæði langt utan marka efnahagslög-
sögu heimalandsins. Tveir af kunnustu hafréttarsérfræðingum samtímans, Geir
Ulfstein lektor við Oslóarháskóla og Robin Churchill prófessor við háskólann í
Cardiff segja eftirfarandi um þessa rökfærslu Norðmanna í bók sinni „Marine
management in disputed areas: The Case of the Barent Sea“, Routledge, London
1992.
Röksemdarfærsla Norðmanna getur augljóslega ekki réttlætt ríkisyfirráð Noregs á 200
sjómílna svæðinu við Svalbarða þar sem Svalbarði er meir en 200 sjómflur frá megin-
landi Noregs. 200 sjómflna svæðið umhverfis Svalbarða verður þess vegna að byggjast
á rfldsyfirráðum Noregs á Svalbarða og þarafleiðandi á Svalbarðasamningnum.2
Við þetta má síðan bæta, sem þeir félagar minna einnig á, að ekkert samn-
ingsríkja Svalbarðasamningsins viðurkennir það sjónarmið Norðmanna að
samningurinn gildi aðeins innan landhelginnar við Svalbarða. Þau hafa annað
hvort mótmælt þessari lögskýringu eða gert fyrirvara við hana eins og höfund-
amir undirstrika.3
Þannig má fullyrða að þótt ekkert rfld, nema Rússland, hafi mótmælt því að
Noregur hefði heimild til þess að stofna til fiskvemdarsvæðisins þá hefur ekkert
þeirra viðurkennt að slíkt sé heimilt á gmndvelli norsku efnahagslögsögulag-
anna, en í þeim felst heimild til þess að útiloka öll erlend skip frá veiðum á
svæðinu svo sem kunnugt er. Það var auðvitað tilgangurinn með þessari sér-
kennilegu lagastoð og því hefur ekkert ríki viðurkennt lögmæti hennar.
7. JAFNRÆÐISREGLAN HLÝTUR AÐ GILDA
Þá er komið að næsta kapitula þessa máls. Öll önnur ríki en Noregur (að
undanteknu Finnlandi) telja að ákvæði Svalbarðasamningsins hljóti að taka til
hins nýja fiskvemdarsvæðis. Af því leiðir að þar hlýtur jafnræðisregla 2. gr.
samningsins að gilda og Norðmönnum því óheimilt að setja reglur um veiðar á
réttargmnni sinnar eigin efnahagslögsögu og mismuna þannig ríkjum að eigin
geðþótta.
Þetta er Norðmönnum vitanlega vel ljóst og því hafa þeir gripið til þeirrar lög-
gjafarleiðar sem hér var lýst, þ.e. að byggja ekki fiskvemdarsvæðið á réttai'-
2 bls. 40.
3 Ibid, bls. 51.
118